Smári Valtýr Sæbjörnsson
Götusalar með Michelin stjörnu – Fyrsta sinn í sögu Michelin – Sjáðu ástæðuna hér – Vídeó
Tveir götusalar í Singapore fengu nú á dögunum 1 Michelin stjörnu en það eru Hill Street Tai Hwa Pork Noodle og Hong Kong Soya Sauce Chicken Rice & Noodle og er það í fyrsta sinn í sögu Michelin sem götusalar fá michelin stjörnu.
Chan Hon Meng eigandi Hong Kong Soya Sauce Chicken Rice & Noodle er 51 árs gamall og afgreiðir 150 skammta í hádeginu. Chan Hon býður upp á ódýrasta götumatinn í Singapore, en hver skammtur kostar aðeins 230 krónur og hann hefur ekki hug á því að hækka þrátt fyrir Michelin stjörnuna, sagði Chan Hon í samtali við Telegraph.
Chan Hon var að sjálfsögðu hissa á því að hann skuli fá Michelin stjörnu, en ástæðan var einföld, „við erum að dæma matinn en ekki staðinn“, sagði talsmaður Michelin.
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Chan Hon Meng að störfum og eins þegar hann tekur við viðurkenninguna í höfuðstöðvum Michelin í Singapore:
Vídeó
Hér að neðan er Michelin Guide listinn í Singapore árið 2016
Þrjár stjörnur
- Joël Robuchon
Tvær stjörnur
- Restaurant André
- L’Atelier de Joël Robuchon
- Les Amis
- Odette
- Shisen Hanten
- Shoukouwa
Ein stjarna
- Alma
- The Kitchen at Bacchanalia
- Béni
- Candlenut
- Corner House
- Crystal Jade Golden Palace
- Cut
- Forest
- Hill Street Tai Hwa Pork Noodle
- Hong Kong Soya Sauce Chicken Rice & Noodle
- Jaan
- Lei Garden
- Osia
- Putien (Kitchener Road)
- Rhubarb
- Shinji (Beach Road)
- Shinji (Tanglin Road)
- Summer Pavilion
- Sushi Ichi
- Terra
- The Song of India
- Waku Ghin
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt4 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti