Viðtöl, örfréttir & frumraun
Götubitinn tilnefndur sem „besti viðburðarhaldarinn í Evrópu“ – Fær Götubitinn þitt atkvæði?
Götubitinn – Reykjavík Street Food hefur verið tilnefndur sem „besti viðburðarhaldarinn í Evrópu“ á European Street Food Awards, eða „Best street food event organiser in Europe“.
Þetta er í fyrsta sinn sem þessi verðlaun eru veitt og því er mikill heiður fyrir Götubitann og Götubitahátíðina að fá þessa tilnefningu þar sem það eru tugi hátíðna haldnar víðsvegar um Evrópu á ári hverju.
Kosning í fullum gangi
Kosning er opin öllum og er hún nú í fullum gangi og eru allir hvattir til að kjósa „Götubitann – Reykjavík Street Food“ með því að smella hér.
Einnig er hægt að fara inná vefsíðu reykjavikstreetfood.is og velja hlekk þar.
Úrslit verða tilkynnt svo á 6. – 8. október næstkomandi á European Street Food Awards hátíðinni sem haldin er í Saarbrucken í Þýsklandi en eins og áður hefur komið fram þá mun Komo keppa fyrir Íslands hönd um „Besti Götubitinn í Evrópu“.
Sjá einnig: Atli Snær matreiðslumeistari keppir á stærstu götubitakeppni í heimi
Áfram Ísland!

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas