Viðtöl, örfréttir & frumraun
Götubitinn tilnefndur sem „besti viðburðarhaldarinn í Evrópu“ – Fær Götubitinn þitt atkvæði?
Götubitinn – Reykjavík Street Food hefur verið tilnefndur sem „besti viðburðarhaldarinn í Evrópu“ á European Street Food Awards, eða „Best street food event organiser in Europe“.
Þetta er í fyrsta sinn sem þessi verðlaun eru veitt og því er mikill heiður fyrir Götubitann og Götubitahátíðina að fá þessa tilnefningu þar sem það eru tugi hátíðna haldnar víðsvegar um Evrópu á ári hverju.
Kosning í fullum gangi
Kosning er opin öllum og er hún nú í fullum gangi og eru allir hvattir til að kjósa „Götubitann – Reykjavík Street Food“ með því að smella hér.
Einnig er hægt að fara inná vefsíðu reykjavikstreetfood.is og velja hlekk þar.
Úrslit verða tilkynnt svo á 6. – 8. október næstkomandi á European Street Food Awards hátíðinni sem haldin er í Saarbrucken í Þýsklandi en eins og áður hefur komið fram þá mun Komo keppa fyrir Íslands hönd um „Besti Götubitinn í Evrópu“.
Sjá einnig: Atli Snær matreiðslumeistari keppir á stærstu götubitakeppni í heimi
Áfram Ísland!
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Frétt5 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði