Viðtöl, örfréttir & frumraun
Götubitahátíðin í Hljómskálagarðinum hefst í dag
Stærsti matarviðburður á Íslandi, Götubitahátíð 2024 hefst í dag í Hljómskálagarðinum og stendur yfir til 21 júlí næstkomandi. Á hátíðinni verða um 30 söluaðilar í matarvögnum og sölubásum, keppnin um Besti Götubiti Íslands 2024, tónlist og leiktæki og hoppukastalar fyrir yngri kynslóðina. Einnig verður bjórbíllinn og kokteil kofinn á svæðinu fyrir þá þyrstu.

Margverðlaunaði meistarakokkurinn Sigvaldi Jóhannesson, betur þekktur sem Silli kokkur og eiginkona hans
Á hátíðinni fer einnig fram keppnin um “Besti Götubiti Íslands 2024” og mun sigurvegarinn keppa fyrir Íslands hönd á stærstu götubitakeppni í heimi, European Street Food Awards sem haldin verðu í Þýskalandi í lok september, þar sem 18 aðrar þjóðir keppa um besta götubitann í Evrópu.
Opnunartími er eftirfarandi:
Fös 19. júlí : 17.00 – 20.00 (mjúk opnun)
Lau 20 júlí: 12.00 – 20.00
Sun 21 júlí: 12.00 – 18.00
ATH: Enginn aðgangseyrir er inná hátíðina, en nánari upplýsingar er að finna hér.
Með fylgir myndir frá hátíðinni í fyrra.
Silli kokkur í Bítinu þar sem spjallað er um Götubitahátíðina.
Myndir: aðsendar

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu