Viðtöl, örfréttir & frumraun
Götubitahátíðin í Hljómskálagarðinum hefst í dag
Stærsti matarviðburður á Íslandi, Götubitahátíð 2024 hefst í dag í Hljómskálagarðinum og stendur yfir til 21 júlí næstkomandi. Á hátíðinni verða um 30 söluaðilar í matarvögnum og sölubásum, keppnin um Besti Götubiti Íslands 2024, tónlist og leiktæki og hoppukastalar fyrir yngri kynslóðina. Einnig verður bjórbíllinn og kokteil kofinn á svæðinu fyrir þá þyrstu.

Margverðlaunaði meistarakokkurinn Sigvaldi Jóhannesson, betur þekktur sem Silli kokkur og eiginkona hans
Á hátíðinni fer einnig fram keppnin um “Besti Götubiti Íslands 2024” og mun sigurvegarinn keppa fyrir Íslands hönd á stærstu götubitakeppni í heimi, European Street Food Awards sem haldin verðu í Þýskalandi í lok september, þar sem 18 aðrar þjóðir keppa um besta götubitann í Evrópu.
Opnunartími er eftirfarandi:
Fös 19. júlí : 17.00 – 20.00 (mjúk opnun)
Lau 20 júlí: 12.00 – 20.00
Sun 21 júlí: 12.00 – 18.00
ATH: Enginn aðgangseyrir er inná hátíðina, en nánari upplýsingar er að finna hér.
Með fylgir myndir frá hátíðinni í fyrra.
Silli kokkur í Bítinu þar sem spjallað er um Götubitahátíðina.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Kokkalandsliðið7 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir







