Vertu memm

Frétt

Götubitahátíð Íslands á Miðbakkanum 18 – 19 júlí

Birting:

þann

Reykjavik Street Food - Götubitahátíð 2019 - Fish and Chips Wagon

Mynd frá Götubitahátíðinni í fyrra

Götubitahátíð Íslands (Iceland Street Food Festival) verður haldin á Miðbakkanum í Reykjavík, 18-19 júlí n.k.

Hátíðin mun saman standa af mismunandi söluaðilum þar sem götubiti verður seldur í gámum, matvögnum og tjöldum. Einnig verða, bjórbíllinn, kaffivagn, skemmtanir fyrir börnin, hjólabretta keppni, körfubolta veisla ásamt öðrum nýjungum. Boðið verður uppá lifandi tónlist og önnur frábær skemmtiatriði.

Samhliða hátíðinni þá verður haldin í annað sinn keppnin í “Iceland Street Food Awards” þar sem fjölmargir íslenskir aðilar muna keppa upp titilinn besti “Götubitinn 2020”.

Sjá einnig:

Fish & Chips vagninn og Jömm með áhugaverðustu götubitana – Myndir frá Götubita hátíðinni

Sigurvegarinn mun svo í framhaldi keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri keppni – “European Street Food Awards” sem haldin verður seinna í haust og kynna þar íslenskan götubita.

Sjá einnig:

Jömm keppti á meðal bestu í heimi í European Street Food Awards

Heimsþekktir dómarar innan matvælageirans dæma í keppninni þar ytra og mikill áhugi hjá erlendum blaðamönnum á viðburðinum.

Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið