Frétt
Götubitahátíð Íslands á Miðbakkanum 18 – 19 júlí
Götubitahátíð Íslands (Iceland Street Food Festival) verður haldin á Miðbakkanum í Reykjavík, 18-19 júlí n.k.
Hátíðin mun saman standa af mismunandi söluaðilum þar sem götubiti verður seldur í gámum, matvögnum og tjöldum. Einnig verða, bjórbíllinn, kaffivagn, skemmtanir fyrir börnin, hjólabretta keppni, körfubolta veisla ásamt öðrum nýjungum. Boðið verður uppá lifandi tónlist og önnur frábær skemmtiatriði.
Samhliða hátíðinni þá verður haldin í annað sinn keppnin í “Iceland Street Food Awards” þar sem fjölmargir íslenskir aðilar muna keppa upp titilinn besti “Götubitinn 2020”.
Sjá einnig:
Fish & Chips vagninn og Jömm með áhugaverðustu götubitana – Myndir frá Götubita hátíðinni
Sigurvegarinn mun svo í framhaldi keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri keppni – “European Street Food Awards” sem haldin verður seinna í haust og kynna þar íslenskan götubita.
Sjá einnig:
Jömm keppti á meðal bestu í heimi í European Street Food Awards
Heimsþekktir dómarar innan matvælageirans dæma í keppninni þar ytra og mikill áhugi hjá erlendum blaðamönnum á viðburðinum.
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði