Viðtöl, örfréttir & frumraun
Götubitahátíð 2022 hefst í dag – Hljómskálagarður – Keppnin um Besti Götubiti Íslands 2022
Stærsta Götubitahátíð á Íslandi hefst í dag og verður haldin í Hljómskálagarðinum 16 – 17 júlí. Þar verður að finna bestu matarvagna landsins, yfir 20 söluaðilar og sölubásar. Einnig verða á svæðínu hoppukastalar, vatnaboltar, klessubotlar, trampolín leiktæki og keppnin um „Besti Götubiti Íslands 2022“ í samstarfi við European Street Food Awards.
Keppt verður í hinum ýmsu flokkum en sigurvegari keppninnar hér heima mun svo keppa fyrir Íslands hönd á stærstu götubitahátíð í heimi, European Street Food Awards sem verður haldin i Munich í Þýskalandi í Haust.
Dómnefnd í keppninni er ekki að verri endanum en hana skipa reyndustu veitingamenn og fjölmiðlafólk landsins: Óli Óla, Eyþór Már, Fanney Dóra, Dóri Dna, Binni Löve, og Berglind Festival. Þau munu skera úr um hver verður besti götubit Íslands 2022, besti grænmetis rétturinn og besti smábitinn.
Það verður svo í hlut gesta að velja Götubita Fólksins 2022, en um það verður kosið rafrænt, hægt verður að nálgast tengil á hann í gegnum Facebook síðu Götubitans.
Þeir söluaðilar sem verða á hátíðinni eru:
Silli Kokkur, Gastro Truck, Flatbakan, Bumbuborgarar, Vöffluvagninn,Dons Donuts,Fish And Chips Vagninn, Fish And Chips Wagon,Chikin, Just Wingin It, Vikinga Pylsur, Tasty, Grill Of Thrones, Tacoson, Arctic Pies, Mijita.
Einnig verða Coffee Bike, Yellow Mood (Kaffi og bakkelsi), Bjórbíllinn, Búbblu hjólið, og Coke Lime vagninn!
Opnuntarími er:
Lau: 13.00 – 19.00, Sun: 13.00 – 17.00 og frítt er inná hátíðina.
Ekki missa af einum stærsta matarviðburði í Reykjavík 16-17 júlí!
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla