Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Götubitahátíð 2022 hefst í dag – Hljómskálagarður – Keppnin um Besti Götubiti Íslands 2022

Birting:

þann

Stærsta Götubitahátíð á Íslandi

Stærsta Götubitahátíð á Íslandi hefst í dag og verður haldin í Hljómskálagarðinum 16 – 17 júlí.  Þar verður að finna bestu matarvagna landsins, yfir 20 söluaðilar og sölubásar.  Einnig verða á svæðínu hoppukastalar, vatnaboltar, klessubotlar, trampolín leiktæki og keppnin um „Besti Götubiti Íslands 2022“ í samstarfi við European Street Food Awards.

Keppt verður í hinum ýmsu flokkum en sigurvegari keppninnar hér heima mun svo keppa fyrir Íslands hönd á stærstu götubitahátíð í heimi, European Street Food Awards sem verður haldin i Munich í Þýskalandi í Haust.

Dómnefnd í keppninni er ekki að verri endanum en hana skipa reyndustu veitingamenn og fjölmiðlafólk landsins: Óli Óla, Eyþór Már, Fanney Dóra, Dóri Dna, Binni Löve, og Berglind Festival.  Þau munu skera úr um hver verður besti götubit Íslands 2022, besti grænmetis rétturinn og besti smábitinn.

Það verður svo í hlut gesta að velja Götubita Fólksins 2022, en um það verður kosið rafrænt, hægt verður að nálgast tengil á hann í gegnum Facebook síðu Götubitans.

Þeir söluaðilar sem verða á hátíðinni eru:

Silli Kokkur, Gastro Truck, Flatbakan, Bumbuborgarar, Vöffluvagninn,Dons Donuts,Fish And Chips Vagninn, Fish And Chips Wagon,Chikin, Just Wingin It, Vikinga Pylsur, Tasty, Grill Of Thrones, Tacoson, Arctic Pies, Mijita.

Einnig verða Coffee Bike, Yellow Mood (Kaffi og bakkelsi), Bjórbíllinn, Búbblu hjólið, og Coke Lime vagninn!

Opnuntarími er:

Lau: 13.00 – 19.00, Sun: 13.00 – 17.00 og frítt er inná hátíðina.

Ekki missa af einum stærsta matarviðburði í Reykjavík 16-17 júlí!

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið