Freisting
Gosdrykkir lækka meira en ávextir
Ávextir lækka mun minna í verði en gosdrykkir, verði svonefnt matarskattsfrumvarp að lögum. Með lækkuninni er hætt við að neysla gosdrykkja aukist, segir forstjóri Lýðheilsustöðvar.
Þetta er slæmt vegna þess að bæði ofþyngd og glerungseyðing á tönnum er vaxandi vandamál. Neysla á sykruðum drykkjum eykur þennan vanda.
Eftir lækkunina má gera ráð fyrir að hálfs lítra kókflaska kosti 107 krónur í Hagkaup í stað 130 og 139 krónur í Select í stað 164.
Samkvæmt matarskattsfrumvarpinu verða vörugjöld lögð niður og virðisaukaskattur á matvælum lækkaður í 7%,að undanskyldum sykri og sætum matvörum.
RÚV greindi frá
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Myndir frá Stóreldhússýningunni 2024
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar komst áfram í 15 manna úrslit á Heimsmeistaramóti Barþjóna
-
Keppni1 dagur síðan
Ísland í 5. sæti á HM
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýr samstarfssamningur undirritaður milli Expert og Bocuse d’Or á Íslandi