Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gordon Ramsay borðaði á þessum veitingastöðum í heimsókn sinni til Íslands – Myndir úr Íslandsferðinni
Íslandsvinurinn og stjörnukokkurinn Gordon Ramsay var staddur hér á Íslandi í vikunni sem leið í sinni árlegu veiði- og skemmtiferð. Gordon hefur verið duglegur að borða á íslenskum veitingastöðum í heimsókn sinni til Íslands og var engin undantekning í ár.
Sjá einnig: Gordon Ramsay heimsótti OTO annað árið í röð – OTO: „Við erum skýjum ofar“

Fiskmarkaðurinn.
Gordon og félagar fengu sér:
Í forrétt:
tartar partý sem innheldur túnfisk tartar, hörpuskels tartar og Gullsporða tartar. Grillaðir ostrusveppir og hörpuskel borin fram með reyktum þorskhrognum og kampavínsvinaigrette.
Í aðalrétt:
Léttsaltaðan þorsk.
Grillaða stórlúðusteik.
Blandaðan fiskrétt sem er lítil útgáfa af þorskinum, af laxinum og af stórlúðunni saman á disk.
Spicy tuna maki.
Mynd: facebook / Fiskmarkaðurinn

Gordon Ramsay birti þessa mynd í story á Instagram.
Þetta er rétturinn Humar Cappelletti en hann hefur á stuttum tíma orðinn einn af vinsælustu réttum staðarins. Cappelletti, pastað, er fyllt með kanadískum humri ásamt létt þurrkuðum hunangstómötum, íslenskum thai basil, engiferolíu ásamt kremuðu humarsoði, síðan smakkað til með yuzu kosho.
Gordon er búinn að koma þrisvar í heimsókn í Þrastalund, en hann hefur veitt undanfarin ár í ein af frægustu laxveiðiám landsins, Soginu.
-
Þrastarlundur 2024.
Mynd: facebook / Þrastalundur
-
Þrastarlundur 2023.
Mynd: facebook / Þrastalundur
-
Þrastarlundur 2022.
Mynd: facebook / Þrastalundur
Fréttayfirlit: Gordon Ramsay
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn5 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni














