Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gordon Ramsay á Íslandi – Sigurður Laufdal: „…. sagði þetta besta mat sem hann hefur smakkað á Íslandi“
Michelin kokkurinn og íslandsvinurinn Gordon Ramsay er staddur hér á Íslandi. Gordon er mikill áhugamaður á laxveiði og hefur komið hér reglulega til Íslands að renna fyrir laxi í Eystri Rangá, Tungulæk við Kirkjubæjarklaustur, Norðurá í Borgarfirði svo fátt eitt sé nefnt.
Gordon mætti á nýja veitingastaðinn OTO á Hverfisgötu, ásamt föruneyti. Sigurður Laufdal yfirkokkur og eigandi staðarins vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann sá nafn kokksins á lista yfir bókanir.
„Svo var hann bara kominn inn í eldhús til okkar og lét eiginlega bara eins og heima hjá sér.
Hann var allavega ánægður með matinn og sagði þetta besta mat sem hann hefur smakkað á Íslandi. Auðvitað setur maður á það smá fyrirvara, hann var kannski bara að vera kurteis, en þetta sagði hann!“
segir Sigurður hlæjandi í samtali við visir.is sem fjallar nánar um málið hér.
„Hann fékk sér nauta flanksteik, bikini réttinn okkar vinsæla, lamb, tagliatelle, hörpuskel og svo sítrónu í eftirrétt,“
segir Sigurður Laufdal í samtali við DV hér.
Mynd: Sigurður Laufdal
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn1 dagur síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni







