Markaðurinn
Golfmót MATVÍS
MATVÍS hefur ákveðið að halda golfmót í ár. Nokkur ár eru síðan síðast var haldið mót en þeim var hætt vegna ónógrar þátttöku. En nú er sem sagt ákveðið að reyna á ný og sjá hvort áhuginn verður meiri.
Mótið verðu haldið hjá golfklúbbnum Leyni á Akranesi þann 25. júní næstkomandi. Rútuferðir verða frá Stórhöfða 31 kl. 11.00 og ræst verður út á öllum teigum kl. 13.00. Boðið verður upp á vegleg verðlaun og mat í lok móts.
Einungis virkir félagar MATVÍS geta tekið þátt og þurfa að hafa greitt þátttökugjald kr. 3000 eigi síðar en á hádegi mánudaginn 23. júní.
Félagar tilkynni þátttöku hjá [email protected] . Upplýsingar sem þurfa að fylgja eru, fullt nafn, kennitala, golfklúbbur og forgjöf. Teiggjaldið kr. 3.000 skal lagt á reikning 537-26-590 kennitala 500796-3089.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla