Markaðurinn
Golfmót MATVÍS
MATVÍS hefur ákveðið að halda golfmót í ár. Nokkur ár eru síðan síðast var haldið mót en þeim var hætt vegna ónógrar þátttöku. En nú er sem sagt ákveðið að reyna á ný og sjá hvort áhuginn verður meiri.
Mótið verðu haldið hjá golfklúbbnum Leyni á Akranesi þann 25. júní næstkomandi. Rútuferðir verða frá Stórhöfða 31 kl. 11.00 og ræst verður út á öllum teigum kl. 13.00. Boðið verður upp á vegleg verðlaun og mat í lok móts.
Einungis virkir félagar MATVÍS geta tekið þátt og þurfa að hafa greitt þátttökugjald kr. 3000 eigi síðar en á hádegi mánudaginn 23. júní.
Félagar tilkynni þátttöku hjá [email protected] . Upplýsingar sem þurfa að fylgja eru, fullt nafn, kennitala, golfklúbbur og forgjöf. Teiggjaldið kr. 3.000 skal lagt á reikning 537-26-590 kennitala 500796-3089.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.