Viðtöl, örfréttir & frumraun
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
Veitingahúsakeðja viðskiptafélaganna Nuno Alexandre Bentim Servo og Bento Costa Guerreiro náði samanlagðri veltu upp á tæplega 4,5 milljarða króna árið 2023.
Þeir eru stærstu eigendur sex þekktra veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur: Apotek restaurant, Sushi Social, Tapas barinn, Fjallkonan, Sæta svínið og Tres locos.
Í Viðskiptablaðinu kemur fram að þessir sex staðir veltu samanlagt 4,1 milljarði króna árið 2023, samanborið við tæplega 4 milljarða árið 2022. Samanlagður hagnaður þeirra nam 75 milljónum króna árið 2023, sem er lækkun um 40 milljónir frá fyrra ári.
Auk þessara staða eru Nuno og Bento meðal stærstu eigenda barsins Tipsý, sem opnaði í Hafnarstræti 1-3 í maí 2023. Þeir reka einnig Djúsí Sushi, systurveitingastað Sushi Social, sem opnaði í Pósthús Mathöll fyrir um tveimur árum síðan. Með þessum viðbótum náði samanlögð velta allra staðanna og barsins tæplega 4,5 milljörðum króna árið 2023.
Í frétt Viðskiptablaðsins segir að Apotek restaurant var tekjuhæsti staðurinn með veltu upp á tæplega 1,2 milljarða króna. Fjallkonan fylgdi með 695 milljóna króna veltu, Sushi Social með 628 milljónir, Sæta svínið með 598 milljónir, Tapas barinn með 511 milljónir og Tres locos með 465 milljónir. Djúsí Sushi velti 210 milljónum króna og Tipsý 188 milljónum. Samanlagður hagnaður þessara staða nam 93 milljónum króna árið 2023, með hagnaðarhlutfall upp á 2,1%.
Þessi fjölbreytta veitingastarfsemi hefur styrkt stöðu Nuno og Bento sem áhrifamikilla aðila í veitingageiranum í Reykjavík.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Markaðurinn3 dagar síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur
-
Keppni3 dagar síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband