Sverrir Halldórsson
Góður gangur hjá Garra
Hagnaður Garra ehf. nam rúmum 213 milljónum króna á síðasta ári og stóð hagnaðurinn í stað á milli ára.
Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 3,2 milljörðum króna og jukust um rúmlega 300 milljónir króna frá árinu 2013. Aftur á móti jókst launakostnaður, kostnaðarverð seldra vara og annar rekstrarkostnaður milli ára, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Eignir fyrirtækisins námu 1.293 milljónum króna í árslok en skuldir voru 506 milljónir króna. Nam eigið fé félagsins því 787 milljónum króna í lok ársins og var eiginfjárhlutfall þess því 61%.
Garri ehf. er innflutningsfyrirtæki sem var stofnað árið 1973 og hefur því verið starfandi í 40 ár. Heildverslunin sérhæfir sig í sölu og þjónustu við matvælafyrirtæki, stóreldhús, veitingastaði og opinbera aðila.
Magnús R. Jónsson stofnaði Garra og er stærsti hluthafi fyrirtækisins með 67,5% hlut. Magnús Rósinkrans Magnússon, sonur hans, er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og á jafnframt 22,5% eignarhlut.
Greint frá á vb.is
Mynd: úr safni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






