Sverrir Halldórsson
Góður gangur hjá Garra
Hagnaður Garra ehf. nam rúmum 213 milljónum króna á síðasta ári og stóð hagnaðurinn í stað á milli ára.
Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 3,2 milljörðum króna og jukust um rúmlega 300 milljónir króna frá árinu 2013. Aftur á móti jókst launakostnaður, kostnaðarverð seldra vara og annar rekstrarkostnaður milli ára, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Eignir fyrirtækisins námu 1.293 milljónum króna í árslok en skuldir voru 506 milljónir króna. Nam eigið fé félagsins því 787 milljónum króna í lok ársins og var eiginfjárhlutfall þess því 61%.
Garri ehf. er innflutningsfyrirtæki sem var stofnað árið 1973 og hefur því verið starfandi í 40 ár. Heildverslunin sérhæfir sig í sölu og þjónustu við matvælafyrirtæki, stóreldhús, veitingastaði og opinbera aðila.
Magnús R. Jónsson stofnaði Garra og er stærsti hluthafi fyrirtækisins með 67,5% hlut. Magnús Rósinkrans Magnússon, sonur hans, er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og á jafnframt 22,5% eignarhlut.
Greint frá á vb.is
Mynd: úr safni.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt