Sverrir Halldórsson
Góður gangur hjá Garra
Hagnaður Garra ehf. nam rúmum 213 milljónum króna á síðasta ári og stóð hagnaðurinn í stað á milli ára.
Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 3,2 milljörðum króna og jukust um rúmlega 300 milljónir króna frá árinu 2013. Aftur á móti jókst launakostnaður, kostnaðarverð seldra vara og annar rekstrarkostnaður milli ára, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Eignir fyrirtækisins námu 1.293 milljónum króna í árslok en skuldir voru 506 milljónir króna. Nam eigið fé félagsins því 787 milljónum króna í lok ársins og var eiginfjárhlutfall þess því 61%.
Garri ehf. er innflutningsfyrirtæki sem var stofnað árið 1973 og hefur því verið starfandi í 40 ár. Heildverslunin sérhæfir sig í sölu og þjónustu við matvælafyrirtæki, stóreldhús, veitingastaði og opinbera aðila.
Magnús R. Jónsson stofnaði Garra og er stærsti hluthafi fyrirtækisins með 67,5% hlut. Magnús Rósinkrans Magnússon, sonur hans, er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og á jafnframt 22,5% eignarhlut.
Greint frá á vb.is
Mynd: úr safni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu






