Viðtöl, örfréttir & frumraun
Goðsögnin Sverrir Halldórs
Goðsögnin Sverrir Halldórs hefur alið manninn erlendis í sumar, nánar tiltekið í Prag. Hann hefur verið æðiduglegur að senda okkur ferðasögur af ferðum sínum á merkverða staði, bæði sögulega staði sem og veitingastaði. Enn hver er maðurinn?
Til er ógrynni af sögum um Sverri, sem því miður fæstar eru prenthæfar. Setningar eins og: „Má ég reka hann?“, „Stattu upp áður enn að einhver stígur á þig“ og „Helvítis Hor-kók“ eru setningar sem flestir þekkja. Þessar sögur eru eins og eðalrauðvín, batna bara með árunum.
Hér verður stiklað á stóru varðandi nemahrellirinn.
-
Fyrst ber að nefna að Sverrir náði þeim áfanga að verða fimmtugur þann 2. maí sl.
-
Hann situr í stjórn Klúbbs matreiðslumeistara og klúbburinn hefur veitt honum Gordon Bleu orðuna. Hann er þar að auki virkur í MATVÍS og situr í Nemaleyfisnefnd.
-
Hann var meðlimur í landsliði í matreiðslu árin 1990-1992 sem keppti í Luxembourg og Chicago.
-
Hann nam fræðin sín á Hótel Sögu árin 1974 til 1978.
-
Þaðan hélt hann til Lundúnarborgar á Hótel Savoy sem Chef de Partie og var þar frá 1979 til 1980.
-
Sama ár var förinni haldið til Danmerkur á Hótel Trouville í Hornbæk og nú sem Sous Chef.
-
Árið 1981 gerðist hann veitingastjóri á Bonaparte Club í Kaupmannahöfn.
-
1982 til 1984 lærði hann Hótelstjórnun í Tækniháskólanum í Álaborg.
-
1984 var haldið heim á leið og gerðist hann aðstoðaryfirmatreiðslumaður á hótel Sögu.
-
1987 var Sverrir yfirmatreiðslumaður á Cafe Operu, sama ár aðstoðar- yfirmatreiðslumaður á hótel Holiday Inn.
-
Árið 1989 var haldið suður til Keflavíkur þegar hann gerðist yfirmatreiðslumaður á Ránni.
-
1991 réð hann sig sem veitingastjóra á veitingastaðnum „Þotan“ í Keflavík.
-
Árið 1994 gerðist hann yfirmatreiðslumaður á KÁ Fossnesti.
-
1997 var haldið suður til Keflavíkur aftur, enn þá sem Sous Chef í Officera Klúbbnum.
-
1999 var hann ráðinn á KÁ hótel Selfoss sem yfirmatreiðslumaður.
-
Árið 2000 var enn og aftur haldið til Keflavíkur, en nú sem veitingastjóri á KÁ Flughótel í Keflavík.
-
Hann hefur setið í Fræðsluráði síðan 2003 og árið 2005 fór hann í tvígang til Malasíu að kynna Íslenskan fisk.
Hann hefur verið á sýningum í Kaupmannahöfn, London, Frankfurt, Berlin, Chicago, Hong Kong, Lyon & Kuala Lumpur og kynnt íslenzkan mat á Concorde Hotel og Sullivan County Community Colleges í New York fylki í Bandaríkjunum, Íslenska sendiráðið í London sem og í þjóðmenningahúsi og sendiráð Íslendinga í Kaupmannahöfn.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona