Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Góðar viðtökur á nýjum vínbar í Reykjavík – Myndir
Nýr vínbar með áherslu af frábæru úrvali af léttvínum: bio, organic vínum og smáréttum opnaði nú fyrir skömmu. Port 9 er staðurinn og er staðsettur við Veghúsastíg 9 í porti hjá RR hóteli á Hverfisgötu.
Eigandi Port 9 er matreiðslumeistarinn Gunnar Páll Rúnarsson, oft kallaður Gunni Palli á Vínbarnum í daglegu tali. Hönnunin á staðnum var í höndum þeirra Birtu og Rúnu hjá Furðuverki.
Vel heppnaður vínbar sem býður meðal annars upp á girnilega smárétti ásamt fjölbreyttum vínseðli, en staðurinn opnar á morgnana klukkan 07:00 til 09:30 og opnar svo dyrnar aftur klukkan 17:00 og er opið fram eftir kvöldi.
Port 9 hefur fengið afar góðar viðtökur frá því að hann opnaði og mikil ásókn er á vínbarinn sem er þétt setinn alla daga.
Myndir: facebook / Port 9

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?