Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Góðar viðtökur á nýjum vínbar í Reykjavík – Myndir
Nýr vínbar með áherslu af frábæru úrvali af léttvínum: bio, organic vínum og smáréttum opnaði nú fyrir skömmu. Port 9 er staðurinn og er staðsettur við Veghúsastíg 9 í porti hjá RR hóteli á Hverfisgötu.
Eigandi Port 9 er matreiðslumeistarinn Gunnar Páll Rúnarsson, oft kallaður Gunni Palli á Vínbarnum í daglegu tali. Hönnunin á staðnum var í höndum þeirra Birtu og Rúnu hjá Furðuverki.
Vel heppnaður vínbar sem býður meðal annars upp á girnilega smárétti ásamt fjölbreyttum vínseðli, en staðurinn opnar á morgnana klukkan 07:00 til 09:30 og opnar svo dyrnar aftur klukkan 17:00 og er opið fram eftir kvöldi.
Port 9 hefur fengið afar góðar viðtökur frá því að hann opnaði og mikil ásókn er á vínbarinn sem er þétt setinn alla daga.
Myndir: facebook / Port 9
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Frétt5 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s