Frétt
Glerbrot í villisveppasúpu frá Sælkerabúðinni
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Villisveppasúpu frá Sælkerabúðinni vegna þess að glerbrot fannst í vörunni. Sælkerabúðin hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Upplýsingar um vöruna sem innköllunin einskorðast við:
- Vörumerki: Sælkerabúðin
- Vöruheiti: Villisveppasúpa
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 14.03.2024
- Nettómagn: 1 lítri
- Framleiðandi: Sælkerabúðin, Bitruháls 2, 110 Reykjavik.
- Framleiðsluland: Ísland
- Dreifing: Sælkerabúðin, Bitruhálsi 2, 110 Reykjavík.
Viðskiptavinum Sælkerabúðarinnar sem keypt hafa vöruna er ráðið frá því að neyta hennar og er bent á að þeir geta skilað henni í Sælkerabúðina á Bitruhálsi gegn fullri endurgreiðslu.
Sælkerabúðin biður viðskiptavini sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar.
Nánari upplýsingar veitir Sælkerabúðin í síma 578-2255 eða í gegnum netfangið info[at]saelkerabudin.is
Samsett mynd: mast.is
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið19 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






