Frétt
Gleði á sýningunni Stóreldhúsið 2017 – Myndir

Hafsteinn Ólafsson Kokkur ársins 2017 og Hinrik Lárusson Matreiðslunemi ársins 2017 létu sig ekki vanta á sýninguna
Í dag fór fram stórsýningin Stóreldhúsið 2017 í Laugardalshöllinni og er hún einnig haldin á morgun föstudaginn 27. október frá klukkan 12.00 til 17.00.
Sýningin er stórglæsileg enda er hér fjölbreytt og ómissandi sýning fyrir veitingageirann. Almenningi er ekki boðið á sýninguna heldur er hún eingöngu ætluð starfsfólki og stjórnendum stóreldhúsa.
Allir básar voru uppseldir í ágúst s.l. og mátti sjá öll helstu fyrirtæki á stóreldhúsamarkaðnum á sýningunni sem kynntu matvörur, tæki, búnað og annað er tilheyrir hótelum, mötuneytum og öðrum fyrirtækjum og stofnunum þar sem stóreldhús er að finna. Sannarlega spennandi sýning.
Með fylgja myndir frá sýningunni í dag fimmtudaginn 26. október sem að matreiðslumeistarinn Ólafur Sveinn Guðmundsson tók.

Hallgrímur Björgvinsson frá Progastro og fyrir aftan er matreiðslumeistarinn Róbert Egilsson einnig frá Progastro
Myndir: Ólafur Sveinn Guðmundsson
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra








































