Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Glæsileg umbreyting í Keflavík
Nýlega fór veitingastaðurinn Vocal restaurant sem staðsettur er á Radisson Parkinn hótelinu í Keflavík í meiriháttar andlitslyftingu eða eiginlega algjörlega umbreytingu. Fyrir fastagesti og þá sem til þekkja þá er staðurinn óþekkjanlegur enda hefur öllu verið breytt og þá virkilega til hins betra. Staðurinn fékk nýtt nafn í kaupbæti og heitir núna Library Bistro/bar.
Hönnuðirnir Arnar Gauti Sverrisson og Jón Gunnar Geirdal voru fengnir í þetta vandasama verk enda varð þetta að ganga hratt og liðlega til fyrir sig ásamt því að valda sem minnstu ónæði fyrir hótelgesti.
Það er óhætt að segja að hamskiptingin hafi heppnast afburðavel en það að breyta venjulegum hótel veitingastað í spennandi og lifandi Bistro er ekkert sem hægt er að hrista fram úr erminni á einni kvöldstund. Hér hefur tekist vel til enda vanir menn á ferð.
Undirritaður var á ferðinni um daginn á Radisson Park Inn í Keflavík og smellti af nokkrum myndun, bæði í salnum og eldhúsinu.
Vitlaust að gera
Þegar ég loks náði að króa Óla Má Erlingsson yfirmatreiðslumann og yfirheyra hann þá virtist hann vera þokkalega ánægður nema að það var bara búið að vera vitlaust að gera síðan þeir opnuðu og hann hafði varla komist heim til að skipta um sokka. Nei að öllu gríni sleppt þá var Óli Már mjög sáttur með breytinguna og það að hafa fengið frábæran mann með sér en það er hann Ástþór Einarsson matreiðslumaður einnig ættaður af Suðurnesjunum gerði hlutina mun einfaldari.
Óli sagði að það hefði orðið algjör sprenging þegar þeir opnuðu aftur enda væri staðurinn virkilega glæsilegur og ekki verið sparað til í neinu. Hann vildi einnig benda á að eldhúsið væri núna fullt af frábærum mannskap og án þessa fólks þá hefði þetta ekki verið mögulegt.
Stoltur eigandi
Í salnum rakst ég á eigandann Bjarna Pálsson fjárfesti og athafnamann í Keflavík. Bjarni ber sig vel og er stoltur yfir breytingunum enda eru þær virkilega vel lukkaðar. Bjarni sagði hótelið hefði tekið algjörum umskipum sl. ár og að enn væru nokkur handtök eftir áður en það kemst í endanlegt horf.
Bjarni bætti við að fyrir tæplega tveimur árum hafi verið ákveðið að ganga til liðs við í Radisson keðjuna og að það hafi verið gæfuspor. Síðan hafi hótelið eiginlega verið alltaf fullt og án frábærrar hótelsstýru Bergþóru Sigurjónsdóttur og Fjólu Jóns aðstoðar hótelstýru hefði þetta ekki verið framkvæmanlegt.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur