Smári Valtýr Sæbjörnsson
Glæsileg aðstaða fyrir veisluhöld í Gamla bíó | Guðmundur Kr. er matreiðslumeistari hússins
Hið sögufræga og fallega hús í hjarta Reykjavíkur, Gamla bíó, hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga. Með umfangsmiklum framkvæmdum er nú boðið upp á glæsilega aðstöðu sem þjóna mun nútíma þörfum en um leið er haldið í upprunalegu hönnun og virðuleika.
Húsið býður upp á mjög mikla fjölbreytni og þar á meðal veisluhöld, en hægt er að vera með viðburði út um allt í Gamla bíó, sitjandi/standandi: í andyri, andyri og sal, svölum og sal, með sviði og tæknibúnaði sem með þarf hverju sinni.
Uppi á þaki í Petersen-svítu er hægt að vera með tvo 20 – 30 manna „privat-sali“, einnig nýtt allt plássið fyrir veislur þá meðtalið útisvæði.
Þar verður allajafna opið dags daglega Café, Bar, smáréttaeldhús, „Rooftop lounge“.

Frá Vorgleði Garra 2015
Feðgarnir og Lauga ás matreiðslumeistararnir Ragnar Guðmundsson og Guðmundur Ragnarsson ávallt hressir
Mynd: Odd Stefán.
Einnig er möguleiki á að fá allt húsið, frá andyri og upp á þak.
Meðfylgjandi er 2ja-3ja rétta veisluseðill og 3ja – 6 rétta galaseðill. Guðmundur Kr. Ragnarsson í Lauga-ás, oft nefndur Gummi meiriháttar, er matreiðslumeistari hússins og er boðið upp á svo til allar gerðir af veislum, móttökum, ráðstefnum og sérhönnuðum viðburðum samkvæmt séróskum og í samvinnu við einstaklinga og fyrirtæki.
Veisluseðill ( 2ja-3ja rétta )
Gala kvöldverður og vínpörun ( 3ja – 6 rétta )

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Frétt5 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Sænsku bollurnar – Semlur