Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Glæsileg aðstaða fyrir veisluhöld í Gamla bíó | Guðmundur Kr. er matreiðslumeistari hússins

Birting:

þann

Gamla bíó

Hið sögufræga og fallega hús í hjarta Reykjavíkur, Gamla bíó, hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga. Með umfangsmiklum framkvæmdum er nú boðið upp á glæsilega aðstöðu sem þjóna mun nútíma þörfum en um leið er haldið í upprunalegu hönnun og virðuleika.

Húsið býður upp á mjög mikla fjölbreytni og þar á meðal veisluhöld, en hægt er að vera með viðburði út um allt í Gamla bíó, sitjandi/standandi: í andyri, andyri og sal, svölum og sal, með sviði og tæknibúnaði sem með þarf hverju sinni.

Gamla bíó

Uppi á þaki í Petersen-svítu er hægt að vera með tvo 20 – 30 manna „privat-sali“, einnig nýtt allt plássið fyrir veislur þá meðtalið útisvæði.

Þar verður allajafna opið dags daglega Café, Bar, smáréttaeldhús, „Rooftop lounge“.

Vorgleði Garra 2015

Frá Vorgleði Garra 2015
Feðgarnir og Lauga ás matreiðslumeistararnir Ragnar Guðmundsson og Guðmundur Ragnarsson ávallt hressir
Mynd: Odd Stefán.

Einnig er möguleiki á að fá allt húsið, frá andyri og upp á þak.

Meðfylgjandi er 2ja-3ja rétta veisluseðill og 3ja – 6 rétta galaseðill. Guðmundur Kr. Ragnarsson í Lauga-ás, oft nefndur Gummi meiriháttar, er matreiðslumeistari hússins og er boðið upp á svo til allar gerðir af veislum, móttökum, ráðstefnum og sérhönnuðum viðburðum samkvæmt séróskum og í samvinnu við einstaklinga og fyrirtæki.

pdf_icon Veisluseðill ( 2ja-3ja rétta )

pdf_icon Gala kvöldverður og vínpörun ( 3ja – 6 rétta )

Gamla bíó

Gamla bíó

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið