Starfsmannavelta
Gjaldþrota eftir þrjá mánuði
Veitingastaðurinn Skuggi Italian Bistro hefur verið úrskurðaður gjaldþrota eftir einungis þriggja mánaða rekstur. Staðurinn var opnaður um miðjan mars en honum var lokað á dögunum, að því er fram kemur á mbl.is.
Veitingastaðurinn var í húsnæði Skugga hótels við Hverfisgötu sem var opnað í september síðastliðnum og er í eigu KEA hótela.
Í Lögbirtingarblaðinu er greint frá því að félagið Skuggi Italian Bistro ehf. hafi verið úrskurðað gjaldþrota 28. júní síðastliðinn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Veitingastaðurinn var í sjötíu prósenta eigu félagsins Einibers ehf. og þrjátíu prósenta eigu Söru Kamban Reginsdóttur. Einiber ehf. er í eigu Lilju Ragnhildar Einarsdóttur og Davíðs Mássonar. Félagið var stofnað 1. janúar sl. en líkt og áður segir var staðurinn opnaður í mars.
Á mbl.is kemur fram að einkaþjálfarinn og höfundur LKL-bókanna „Lágkolvetnalífsstíllinn 1 og 2“ og „Kolvetnasnauðir hversdagsréttir“, Gunnar Már Sigfússon, sá um eldhúsið á veitingastaðnum. Á matseðlinum var ítalskur matur með bistroívafi.
Sjá einnig: Nýr veitingastaður í Reykjavík | Býður upp á 100 laga lasagna
Á vef Morgunblaðisins segir að samkvæmt upplýsingum frá hótelinu stendur að minnsta kosti ekki til að opna nýjan veitingastað í rýminu í nánustu framtíð.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir