Smári Valtýr Sæbjörnsson
Gísli selur sinn hlut í Mat og Drykk
Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari hefur selt sinn hlut í veitingastaðnum Mat og Drykk sem staðsettur er við Grandagarð 2. Í tilkynningu sem að Gísli birti á facebook síðu sinni kemur fram að við tekur hjá honum vinna í nýja veitingastaðnum SKÁL sem opnaður verður í byrjun næsta árs í nýju Mathöllinni á Hlemmi. SKÁL verður Íslenskur kokteila og bjórbar með frumlegum smáréttum.
Eigendur á Mat og Drykk eru Elma Backman, Ágústa Backman, Inga María Backman og Albert Munoz.
Hér að neðan er tilkynningin í heild sinni:
Kæru vinir.
Ég hef yfirgefið Mat og Drykk og er ekki lengur einn af eigendum staðarins.
Ég er mjög stoltur af því verki sem ég og teymið mitt höfum skapað á þessu veitingastað og af þeirri gífurlegu góðu og miklu umfjöllun sem staðurinn hefur fengið bæði hérlendis en aðallega erlendis.
Markmið staðarins var ljóst frá degi eitt og það var að gera íslendinga stolta af íslenskum mat. Þetta verkefni var leitt af mikilli hugsjón sem ég hef fyrir íslenskri matargerð og gildir í raun fyrir öll þau verkefni sem ég hef og mun taka mér fyrir hendur.
Ég vil þakka öllu starfsfólki sem hefur lagt á sig mikla vinnu við að hjálpa mér að byggja upp þennan frábæra veitingastað, staðurinn væri ekkert án ykkar.
Ég vil einnig þakka því frábæra fólki sem hefur hjálpað mér að skapa konsept Matar og Drykkjar; smáframleiðendum, bændum, handverksfólki og fullt af öðru fólki. Þið vitið hver þið eruð.
Núna er fullur fókus hjá mér að halda áfram og hef aldrei verið eins spenntur fyrir framtíðinni eins og nú.
SKÁL! Nýr staður okkar Björn Steinars opnar í byrjun næsta árs og ég hlakka mikið til að opna Slippinn sjötta sumarið í röð næsta sumar ásamt fjölskyldu minni.
Takk!
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?