Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Girnilegt PopUp – Prufaðu réttina beint frá tilraunaeldhúsi Striksins

Birting:

þann

PopUp - Strikið 2022

Veitingastaðurinn Strikið á Akureyri mun bjóða upp á sérstakt PopUp þar sem réttir beint úr tilraunaeldhúsi Striksins verða í boði.

„Það eru alltaf einhverjar hugmyndir og tilraunir hjá matreiðslumönnum og matreiðslunemum á Strikinu og okkur finnst miður að gestir nái ekki að njóta og smakka það sem er í gangi á bakvið tjöldin hjá okkur.“

Sagði Árni Þór Árnason, yfirmatreiðslumeistari Striksins í samtali við veitingageirinn.is.

Árni Þór Árnason, matreiðslumeistari

Árni Þór Árnason

Hugmyndin hefur verið í bígerð í langan tíma, þ.e. að bjóða upp á rétti frá tilraunaeldhúsi Striksins öðru hvoru yfir veturinn en hefur ekki náðst vegna Covid-19. Ákveðið var að taka fyrstu helgina í apríl, þ.e. föstudags-, og laugardagskvöld dagana 1. til 2. apríl næstkomandi og taka svo upp þráðinn næsta vetur sem frá var horfið.

„Þetta eru litlir réttir og verðlagningin í samræmi við það, svo það ætti að vera gott pláss eftir fyrir gesti til að fá sér þessa klassísku rétti af seðlinum okkar þó þeir prufi 1-2 af PopUp réttunum okkar.“

Sagði Árni að lokum.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið