Viðtöl, örfréttir & frumraun
Girnilegt PopUp – Prufaðu réttina beint frá tilraunaeldhúsi Striksins
Veitingastaðurinn Strikið á Akureyri mun bjóða upp á sérstakt PopUp þar sem réttir beint úr tilraunaeldhúsi Striksins verða í boði.
„Það eru alltaf einhverjar hugmyndir og tilraunir hjá matreiðslumönnum og matreiðslunemum á Strikinu og okkur finnst miður að gestir nái ekki að njóta og smakka það sem er í gangi á bakvið tjöldin hjá okkur.“
Sagði Árni Þór Árnason, yfirmatreiðslumeistari Striksins í samtali við veitingageirinn.is.
Hugmyndin hefur verið í bígerð í langan tíma, þ.e. að bjóða upp á rétti frá tilraunaeldhúsi Striksins öðru hvoru yfir veturinn en hefur ekki náðst vegna Covid-19. Ákveðið var að taka fyrstu helgina í apríl, þ.e. föstudags-, og laugardagskvöld dagana 1. til 2. apríl næstkomandi og taka svo upp þráðinn næsta vetur sem frá var horfið.
„Þetta eru litlir réttir og verðlagningin í samræmi við það, svo það ætti að vera gott pláss eftir fyrir gesti til að fá sér þessa klassísku rétti af seðlinum okkar þó þeir prufi 1-2 af PopUp réttunum okkar.“
Sagði Árni að lokum.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn3 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti







