Viðtöl, örfréttir & frumraun
Girnilegt PopUp – Prufaðu réttina beint frá tilraunaeldhúsi Striksins
Veitingastaðurinn Strikið á Akureyri mun bjóða upp á sérstakt PopUp þar sem réttir beint úr tilraunaeldhúsi Striksins verða í boði.
„Það eru alltaf einhverjar hugmyndir og tilraunir hjá matreiðslumönnum og matreiðslunemum á Strikinu og okkur finnst miður að gestir nái ekki að njóta og smakka það sem er í gangi á bakvið tjöldin hjá okkur.“
Sagði Árni Þór Árnason, yfirmatreiðslumeistari Striksins í samtali við veitingageirinn.is.
Hugmyndin hefur verið í bígerð í langan tíma, þ.e. að bjóða upp á rétti frá tilraunaeldhúsi Striksins öðru hvoru yfir veturinn en hefur ekki náðst vegna Covid-19. Ákveðið var að taka fyrstu helgina í apríl, þ.e. föstudags-, og laugardagskvöld dagana 1. til 2. apríl næstkomandi og taka svo upp þráðinn næsta vetur sem frá var horfið.
„Þetta eru litlir réttir og verðlagningin í samræmi við það, svo það ætti að vera gott pláss eftir fyrir gesti til að fá sér þessa klassísku rétti af seðlinum okkar þó þeir prufi 1-2 af PopUp réttunum okkar.“
Sagði Árni að lokum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni







