Viðtöl, örfréttir & frumraun
Girnilegt PopUp – Prufaðu réttina beint frá tilraunaeldhúsi Striksins
Veitingastaðurinn Strikið á Akureyri mun bjóða upp á sérstakt PopUp þar sem réttir beint úr tilraunaeldhúsi Striksins verða í boði.
„Það eru alltaf einhverjar hugmyndir og tilraunir hjá matreiðslumönnum og matreiðslunemum á Strikinu og okkur finnst miður að gestir nái ekki að njóta og smakka það sem er í gangi á bakvið tjöldin hjá okkur.“
Sagði Árni Þór Árnason, yfirmatreiðslumeistari Striksins í samtali við veitingageirinn.is.
Hugmyndin hefur verið í bígerð í langan tíma, þ.e. að bjóða upp á rétti frá tilraunaeldhúsi Striksins öðru hvoru yfir veturinn en hefur ekki náðst vegna Covid-19. Ákveðið var að taka fyrstu helgina í apríl, þ.e. föstudags-, og laugardagskvöld dagana 1. til 2. apríl næstkomandi og taka svo upp þráðinn næsta vetur sem frá var horfið.
„Þetta eru litlir réttir og verðlagningin í samræmi við það, svo það ætti að vera gott pláss eftir fyrir gesti til að fá sér þessa klassísku rétti af seðlinum okkar þó þeir prufi 1-2 af PopUp réttunum okkar.“
Sagði Árni að lokum.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni1 klukkustund síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð