Viðtöl, örfréttir & frumraun
Girnilegt PopUp – Prufaðu réttina beint frá tilraunaeldhúsi Striksins
Veitingastaðurinn Strikið á Akureyri mun bjóða upp á sérstakt PopUp þar sem réttir beint úr tilraunaeldhúsi Striksins verða í boði.
„Það eru alltaf einhverjar hugmyndir og tilraunir hjá matreiðslumönnum og matreiðslunemum á Strikinu og okkur finnst miður að gestir nái ekki að njóta og smakka það sem er í gangi á bakvið tjöldin hjá okkur.“
Sagði Árni Þór Árnason, yfirmatreiðslumeistari Striksins í samtali við veitingageirinn.is.
Hugmyndin hefur verið í bígerð í langan tíma, þ.e. að bjóða upp á rétti frá tilraunaeldhúsi Striksins öðru hvoru yfir veturinn en hefur ekki náðst vegna Covid-19. Ákveðið var að taka fyrstu helgina í apríl, þ.e. föstudags-, og laugardagskvöld dagana 1. til 2. apríl næstkomandi og taka svo upp þráðinn næsta vetur sem frá var horfið.
„Þetta eru litlir réttir og verðlagningin í samræmi við það, svo það ætti að vera gott pláss eftir fyrir gesti til að fá sér þessa klassísku rétti af seðlinum okkar þó þeir prufi 1-2 af PopUp réttunum okkar.“
Sagði Árni að lokum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt7 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024