Uppskriftir
Girnilegt og gott hnetubrauð
Innihald
3 egg
300 g ósöltuð hnetublanda, fæst til dæmis í Costco ( hakkið helminginn í matvinnsluvél)
300 g fræblanda og þurrkaðir ávextir, eins og trönuber eða apríkósur
2 tsk. flögusalt
0,5 dl bráðið smjör ef vegan er gott að nota ólífuolíu
Aðferð
Stillið ofninn á 175 °C.
Hakkið gróft helminginn af hnetublöndunni, setjið í skál.
Blandið saman öllum hnetum og fræjum ásamt hökkuðum hnetum í skál.
Bræðið smjörið og setjið út í.
Bætið eggjunum út í og hrærið vel saman.
Gott er að setja smjörpappír í formið, smyrjið samt með smá olíu, setjið deigið varlega ofan í, sléttið og jafnið toppinn, setjið í ofninn og bakið í 45 mínútur.
Látið kólna aðeins á grind áður en það er borðað.
Birt með góðfúslegu leyfi bbl.is.
Höfundur og mynd: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn5 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt5 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?






