Uppskriftir
Girnilegt og gott hnetubrauð
Innihald
3 egg
300 g ósöltuð hnetublanda, fæst til dæmis í Costco ( hakkið helminginn í matvinnsluvél)
300 g fræblanda og þurrkaðir ávextir, eins og trönuber eða apríkósur
2 tsk. flögusalt
0,5 dl bráðið smjör ef vegan er gott að nota ólífuolíu
Aðferð
Stillið ofninn á 175 °C.
Hakkið gróft helminginn af hnetublöndunni, setjið í skál.
Blandið saman öllum hnetum og fræjum ásamt hökkuðum hnetum í skál.
Bræðið smjörið og setjið út í.
Bætið eggjunum út í og hrærið vel saman.
Gott er að setja smjörpappír í formið, smyrjið samt með smá olíu, setjið deigið varlega ofan í, sléttið og jafnið toppinn, setjið í ofninn og bakið í 45 mínútur.
Látið kólna aðeins á grind áður en það er borðað.
Birt með góðfúslegu leyfi bbl.is.
Höfundur og mynd: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi






