Uppskriftir
Girnilegt og gott hnetubrauð
Innihald
3 egg
300 g ósöltuð hnetublanda, fæst til dæmis í Costco ( hakkið helminginn í matvinnsluvél)
300 g fræblanda og þurrkaðir ávextir, eins og trönuber eða apríkósur
2 tsk. flögusalt
0,5 dl bráðið smjör ef vegan er gott að nota ólífuolíu
Aðferð
Stillið ofninn á 175 °C.
Hakkið gróft helminginn af hnetublöndunni, setjið í skál.
Blandið saman öllum hnetum og fræjum ásamt hökkuðum hnetum í skál.
Bræðið smjörið og setjið út í.
Bætið eggjunum út í og hrærið vel saman.
Gott er að setja smjörpappír í formið, smyrjið samt með smá olíu, setjið deigið varlega ofan í, sléttið og jafnið toppinn, setjið í ofninn og bakið í 45 mínútur.
Látið kólna aðeins á grind áður en það er borðað.
Birt með góðfúslegu leyfi bbl.is.
Höfundur og mynd: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður