Smári Valtýr Sæbjörnsson
Girnilegt hlaðborð hjá Hilmari | Hættir á Stötvig Hotell og hefur störf hjá Sjávargrillinu
Hilmar Þór Harðarson yfirmatreiðslumaður Stötvig Hotell í Larkollen í Noregi birti myndband á facebook sinni af hlaðborði sem hann bauð upp á þjóðhátíðardegi Norðmanna 17. maí s.l.
Í myndbandinu má sjá eftirfarandi rétti:
Roast beef
3 tegundir af norskri skinku
4 týpur af sushi
Ostrur
Grænskel
Bláskel
Humarhalar
Leturhumar
Rauðbeðugrafinn lax
Dillgrafinn lax
Bláberja og myntugrafinn lax
Laxa tartar
Gæsa paté
Andabringur
Reykt smálúða
Panneruð rauðspretta
Reykt gæs
Hörpudiskur með sellerirót
Risarækjur á tvo máta
Marineraðar smárækjur
Norður-Atlantshafs rækjur
Marineraður hvalur
Ræku ceviche
Heitreyktur heill urriði
Lynghæna
Skógardúfa
Reyktur lax
Pipar makríll
Kóngakrabbi
Krabbaklær
Síld á 3 máta
Devild egg
Ásamt allskonar salötum
17.mai buffe 2015!!!
Posted by Hilmar Þór Harðarson on 17. maí 2015
Ofan á þetta er heita borðið sem og eftirréttaborð sem ekki sést á myndbandinu.
Hilmar er 33 ára gamall sjókokkur og matreiðslumaður, en hann útskrifaðist sem sjókokkur árið 2002, en það var kokkastarfið sem heillaði hann mjög svo, að hann ákvað að demba sér í að læra fagið. Hilmar byrjaði að læra árið 2003 og lærði að megninu til á vox á hilton hótel og kláraði á síðan veitingastaðnum Á næstu grösum og útskrifaðist síðan árið 2008.
Sjá einnig: Íslenskur yfirkokkur á nýju hóteli í Noregi
Hilmar hefur unnið á Saferlic í Nuuk í Grænlandi, Skinnarbu hótel í Telemark í Noregi, Thon hótel í Kristiandsund svo fátt eitt sé nefnt.
Hilmar kemur til með að starfa á Stötvig Hotell í 1 mánuð til viðbótar og flytur svo til Íslands hefur störf hjá Sjávargrillinu.
Mynd: aðsend
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






