Uppskriftir
Girnilegar uppskriftir eftir þjóðkunna Íslendinga
Félag gulrófnabænda hefur gefið út
uppskriftabækling þar sem gulrófan er í aðalhlutverki. Sjö matgæðingar hafa búið til uppskriftir til að setja í þennan bækling, en þau eru:
Helga Mogensen
Úr eldhúsi Helgu Mogensen eru tilbúnir hollusturéttir og fást í helstu matvötuverslunum.
Rúnar Marvinsson
Rúnar er talsmaður íslenskrar matargerðarlistar og þess að nota í hana íslenskt hráefni.
Sigurlaug Margét Jónasdóttir
Sigurlaug Margét hefur í gegnum árin leitað að hinu ómótstæðilega bragði og unnið matarþætti bæði fyrir Sjónvarpið og Rás eitt.
Solla
Sólveig Eiríksdóttir, eða Solla eins og hún er kölluð rekur veitingastaðinn GLÓ – samtals fimm staði í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði.
Sveinn Kjartansson
Sveinn rekur AALTO bistro veitinga- og kaffihús í Norræna húsinu.
Yesmine Olsson
Yesmine býður upp á námskeið í indverskri matargerðarlist – auk þess sem hún býður upp á viðburði þar sem bæði indverskur matur og dans eru á boðstólum.
Valentína Björnsdóttir
Valentína rekur veitingastaðinn KRÚSKU við Suðurlandsveg og einnig fyrirtækið Móðir Náttúra.
Meðfylgjandi er
bæklingurinn í máli og myndum og verður hann dreifður í fjölmargar búðir, en markmiðið er að auka neyslu á gulrófunni og halda markaðshlutdeild hennar í harðri samkeppni.
Myndir og bæklingur: rofa.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður












