Uppskriftir
Girnileg rúlluterta í vandaðri útfærslu – Með fetaosti, hráskinku og klettasalati
Þessa er ég búin að vera með í fórum mínum lengi en hafði ekki gert, en það kom að því og hérna má sjá afraksturinn. Ég smakkaði hana fyrst kalda en setti svo hluta af henni inn í ofn daginn eftir og fyrir mína parta þá kunni ég betur við hana heita, svo bæði gengur upp.
200 gr mjúkur rjómaostur, ég notaði Rjómaost með svörtum pipar og sleppti því að setja salt og pipar í staðinn.
1 dós sýrður rjómi
½ – 1 dós fetaostur
Rjómi til að þynna með
1 poki af klettasalati
1-2 bréf hráskinka
Salt og svartur pipar eftir smekk
Blandið rjómaosti, sýrðum rjóma og fetaosti saman og þynnið með rjómanum.
Smakkið til með salti og pipar.
Smyrjið blöndunni á rúllutertubrauðið, en skiljið smá eftir til að nota til skreytingar.
Það má alveg vera meira af klettasalatinu en ég notaði það sem ég átti til.
Grófsaxið klettasalatið og dreifið um helminginn af því yfir kremið.
Leggið síðan hráskinkusneiðarnar yfir kremið og rúllið upp.
Skreytið svo með kreminu og klettasalatinu og smá af papriku ef vill.
Heit rúlluterta
Ég prufaði að setja hana líka í ofn og ég persónulega var hrifnari af henni heitri.
Verði ykkur að góðu!
Höfundur og myndir: Ingunn Mjöll Sigurðardóttir – islandsmjoll.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin