Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ghost Kitchen er nýjung á Norðurlandi og þótt víðar væri leitað
Eftir að hafa starfað sem matreiðslumenn á hinum ýmsu veitingastöðum á Íslandi og á Norðurlöndunum, þar sem oft er mikill handagangur í öskjunni, þá sáu þeir félagarnir Hjörleifur Árnason og Sölvi Antonsson tækifæri og bjóða nú upp á krafta sína við undirbúning fyrir veitinga-, og kaffihús ofl.
„Við höfum unnið á hinum ýmsu sviðum veitingareksturs, allt frá fjólþjóða iðnaðamanna mötuneyti til Michelinstjörnu staða, leikskóla eldhúsi, vöruþróun og svo saman á Vox og Lækjabrekku svo dæmi séu tekin.“
Segir Hjörleifur Árnason matreiðslu-, og kjötiðnaðarmeistari, í samtali við veitringageirinn.is.
„Það má því segja að hvert sem verkið er, þá treystum við okkur í það.“
Pantanir eru byrjaðar að streyma inn og Hjörleifur segir viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum.
Ghost Kitchen hefur þegar byrjað að taka við pöntunum í minni veislur þar sem veislan er afhent tilbúin eða, ef þess er óskað, þá er hægt að fá þá félaga til að elda á staðnum. Það að fá kokkinn heim og elda getur sett matarboðið á algjörlega nýtt og hærra plan.
„Öll viljum við bjóða upp á framúrskarandi gæði, góðan mat og frábæra þjónustu. Það getur hinsvegar verið erfitt að finna tíma eða rétta starfsfólkið, þar komum við inn. Leyfðu okkur að hjálpa þér, svo þú getir blómstrað.“
Segir Hjörleifur að lokum.
Áhugasömum er bent á að hafa samband á netfangið [email protected] eða á facebook síðu Ghost Kitchen hér.
Hjörleifur stefnir einnig á að opna nýjan matarvagn á Akureyri, sjá nánar hér.
Myndir: facebook / Ghost Kitchen
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús








