Freisting
George Michael átti að lenda á Turninum í Kópavogi

Ein stórkostlegasta veisla Íslandssögunnar hafði verið skipulögð við opnun veitingastaðarins í Turninum í Smáralind áramótin 2007 til 2008.
Áformað var að heimsfrægi popparinn George Michael myndi lenda á þaki turnsins í þyrlu og birtast veislugestum öllum að óvörum. Hann átti að syngja eitt lag og fljúga svo út í nýársnóttina.
Þegar ráðist var í að skipuleggja veitingastaðinn Nítjándu, sem er á tveimur efstu hæðum turnsins á Smáratorgi var góðærið í hámarki. Til stóð að opna staðinn að kvöldi 31. desember 2007. Uppselt var í partýið löngu áður en áramótin gengu í garð, enda ætlaði þorrinn af elítu Íslands að láta sjá sig í gleðskapnum. Þegar til kastanna kom var svo ekki hægt að halda partýið sem beðið var eftir, vegna þess að gluggakerfi fyrir efstu hæðirnar kom ekki til landsins í tæka tíð. Síðar átti svo meira eftir að ganga á og þannig kom meðal annars upp bruni í turninum í apríl og að lokum var veitingastaðurinn ekki opnaður fyrr en 22. maí. Opnunarteitið var veglegt, þó að heldur hafi verið farið að síga á ógæfuhliðina í íslensku fjármálalífi. Um þrjúhundruð manns voru í opnunarveislunni og nutu veitinga og útsýnis af bestu gerð.
Partýið 22.maí var samt ekkert í líkingu við það sem til stóð í upphafi, sem sennilega hefði komist nálægt því að toppa allt bruðlið á Íslandi og er þó af nógu að taka.
Lesa má um teitið sem aldrei varð í helgarblaði DV sem komið er út.
Greint frá á Dv.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri





