Vertu memm

Freisting

George Michael átti að lenda á Turninum í Kópavogi

Birting:

þann

George Michael átti að birtast öllum óvænt í glerturninum, syngja eitt lag og fara

Ein stórkostlegasta veisla Íslandssögunnar hafði verið skipulögð við opnun veitingastaðarins í Turninum í Smáralind áramótin 2007 til 2008.

Áformað var að heimsfrægi popparinn George Michael myndi lenda á þaki turnsins í þyrlu og birtast veislugestum öllum að óvörum. Hann átti að syngja eitt lag og fljúga svo út í nýársnóttina.

Þegar ráðist var í að skipuleggja veitingastaðinn Nítjándu, sem er á tveimur efstu hæðum turnsins á Smáratorgi var góðærið í hámarki. Til stóð að opna staðinn að kvöldi 31. desember 2007. Uppselt var í partýið löngu áður en áramótin gengu í garð, enda ætlaði þorrinn af elítu Íslands að láta sjá sig í gleðskapnum. Þegar til kastanna kom var svo ekki hægt að halda partýið sem beðið var eftir, vegna þess að gluggakerfi fyrir efstu hæðirnar kom ekki til landsins í tæka tíð. Síðar átti svo meira eftir að ganga á og þannig kom meðal annars upp bruni í turninum í apríl og að lokum var veitingastaðurinn ekki opnaður fyrr en 22. maí. Opnunarteitið var veglegt, þó að heldur hafi verið farið að síga á ógæfuhliðina í íslensku fjármálalífi. Um þrjúhundruð manns voru í opnunarveislunni og nutu veitinga og útsýnis af bestu gerð.

Partýið 22.maí var samt ekkert í líkingu við það sem til stóð í upphafi, sem sennilega hefði komist nálægt því að toppa allt bruðlið á Íslandi og er þó af nógu að taka.

Lesa má um teitið sem aldrei varð í helgarblaði DV sem komið er út.

Greint frá á Dv.is

Auglýsingapláss

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið