Viðtöl, örfréttir & frumraun
Geggjuð veisla hjá Rúnari Marvins – Gunnar Páll: „…. þetta verður örugglega endurtekið“ – Myndir
Rúnar Marvinsson var gestakokkur á Hótel Holti, fimmtudaginn sl. og honum til aðstoðar voru synir hans Gunnar Páll og Sumarliði Örn matreiðslumenn.
Rúnar bauð upp á 5 rétta fiskiveislu, kryddlegnar gellur, skarkola með gráðosti og banana, saltfisk og nokkra óvænta rétti eftir Rúnar.
Vín sem pöruð voru með matnum voru Búrgúndar vín frá Loire dalnum.
„Skemmtilegt kvöld í musteri matargerðarinnar Hótel Holti. Rúnar í stuði, ilmurinn í salnum minnti á Hótel Búðir og Við Tjörnina. Færri komust að en vildu og þetta verður örugglega endurtekið“
Sagði Gunnar Páll í samtali við veitingageirinn.is.
Stutt ágrip
Rúnar fæddist í Sandgerði og ólst þar upp. Hann fór fjórtán ára til sjós, var á bátum frá Sandgerði og síðan á farskipum og togurum. Þá var hann um skeið verslunarstjóri í Skífunni frá 1967.
Árið 1980 endurreisti hann Hótel Búðir á Snæfellsnesi ásamt Jakobi Fenger, Gunnhildi Emilsdóttur og Patriciu Burke. Þau starfræktu síðan hótelið í sameiningu næstu tvö árin en Rúnar starfrækti hótelið ásamt öðrum til 1986.
Þá stofnaði Rúnar vinsæla veitingastaðinn Við Tjörnina.
Í dag er Rúnar búsettur á Hellisandi og dundar sér við að skrifa og búa til verðmæti úr hráefni sem finnast á Snæfellsnesi.
Meðfylgjandi myndir tók Kristín Þorgeirsdóttir eða Krissý eins og hún er oft kölluð og rekur Krissý ljósmyndastúdíó.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum – Uppfært
-
Markaðurinn4 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt1 dagur síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Frétt4 dagar síðanSkráning opin í Barlady 2026 – Tækifæri fyrir framúrskarandi barþjóna
















