Food & fun
Geggjaður réttur á Food and Fun
Matteo Cameli er Food and fun gestakokkurinn á Apótekinu.
Matteo er eins ítalskur og þeir gerast. Í smábænum Portico di Romagna, rekur hann, ásamt fjölskyldu sinni, veitingastaðinn Al Vecchio Convento þar sem höfuðáhersla er á klassíska ítalska matargerð og hráefni úr nærumhverfinu.
Eftir að hafa unnið á nokkrum af bestu veitingastöðum Skandinavíu, m.a. Noma og Frantzén, sneri Matteo aftur á heimaslóðirnar með nýstárlegar aðferðir og tækni sem blandar saman því besta úr ítalskri matargerð og innblástri frá Michelin stjörnu eldhúsunum sem hann starfaði á.
Árla morgna eru allar líkur á að maður finni Matteo djúpt inn í skógum Emilia Romagna á truffluveiðum ásamt hundunum sínum.
Til gamans má geta þess að Matteo Cameli hefur áður komið til Íslands, en bræðurnir Massimiliano og Matteo Cameli voru fyrir nokkrum árum með Ítalskt PopUp á Apótekinu sem var vel sótt af fagmönnum og sælkerum.
Food & Fun 2023 matseðillinn á Apótekinu.
Kýr tartare
Kjöt af 6 ára gamalli mjólkurkú „dry aged“ í 35 daga, parmesan krem, „aged“ balsamik, svartar trufflur
Túnfiskur
Hot XO-sósa, grasker, hrogn
Andabringa
í espresso og límónusósu, jarðskokkar, ber
Fyllt tagliatelle
Þorskur, aspas, pecorino-sósa
Grillað dádýrafille
Rossini-sósa, gerjaður hafþyrnir, brokkólíní
Parmesan-ís
Jarðaberja-rommsósa, espresso, vanilluolía
Verð 11.900 kr. á mann án vínpörunar.
Myndir: facebook / Apótekið
Viltu að þinn réttur birtist hér?
Nú gefst fagmönnum, sælkerar (áhugafólk), veitingahús, bakarí ofl. kostur á að senda inn myndir af réttum, kokteilum, kjötvörum ofl., öllum að kostnaðarlausu.
Við hvetjum lesendur til að senda inn mynd í gegnum þetta form hér.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel17 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana