Pistlar
„Gamlingjarnir“ fjölmenntu á KM fund á Akureyri – Myndir
Nú um miðjan apríl var haldin fundur hjá Klúbbi Matreiðslumeistara á Norðurlandi og var staðsetningin frábrugðin því sem venja er, þar sem hann var haldin um borð á hinum landsþekkta fiski og tónlistarbáti Húna II.
Ellefu félagar úr Klúbbi Matreiðslumeistara sem kalla sig „Gamlir“ fjölmenntu á fundinn á Akureyri og var mikill gleðskapur í hópnum. „Gamlingjarnir“ voru hæstánægðir með móttökurnar hjá KM-Norðurlandi, en hópurinn gisti á Hótel KEA og í bakaleiðinni til Reykjavíkur, kíktu þau á nýjan veitingastað á Hvamstanga sem heitir Sjávarborg og þar sem vel var tekið á móti þeim með súpu, salat og nýbakað brauð.
Meðfylgjandi myndir tók Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans:

Það ráku margir upp stór augu þegar þeir sáu þennan föngulega hóp uppstrílaðan í kokkagöllum. Það var ekkert annað í stöðunni en að veifa fólkinu.

Hópurinn fékk sér súpu, salat og nýbakað brauð á nýja veitingastaðnum á Hvamstanga sem heitir Sjávarborg
Myndir: Guðjón Steinsson

-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?
-
Frétt2 dagar síðan
Matvælastofnun varar við E. coli í innfluttum frönskum osti
-
Frétt2 dagar síðan
Úttekt sýnir framfarir í innflutningseftirliti á Íslandi – en úrbætur enn nauðsynlegar
-
Markaðurinn2 dagar síðan
ANIMO dagar í Progastro