Pistlar
„Gamlingjarnir“ fjölmenntu á KM fund á Akureyri – Myndir
Nú um miðjan apríl var haldin fundur hjá Klúbbi Matreiðslumeistara á Norðurlandi og var staðsetningin frábrugðin því sem venja er, þar sem hann var haldin um borð á hinum landsþekkta fiski og tónlistarbáti Húna II.
Ellefu félagar úr Klúbbi Matreiðslumeistara sem kalla sig „Gamlir“ fjölmenntu á fundinn á Akureyri og var mikill gleðskapur í hópnum. „Gamlingjarnir“ voru hæstánægðir með móttökurnar hjá KM-Norðurlandi, en hópurinn gisti á Hótel KEA og í bakaleiðinni til Reykjavíkur, kíktu þau á nýjan veitingastað á Hvamstanga sem heitir Sjávarborg og þar sem vel var tekið á móti þeim með súpu, salat og nýbakað brauð.
Meðfylgjandi myndir tók Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans:

Það ráku margir upp stór augu þegar þeir sáu þennan föngulega hóp uppstrílaðan í kokkagöllum. Það var ekkert annað í stöðunni en að veifa fólkinu.

Hópurinn fékk sér súpu, salat og nýbakað brauð á nýja veitingastaðnum á Hvamstanga sem heitir Sjávarborg
Myndir: Guðjón Steinsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Frétt5 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu