Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gamla góða klassíkin er jú alltaf best – Myndir og vídeó
Nú fyrir stuttu sá veisluþjónusta Önnu Konditorí og Lárusar Loftssonar um fermingarveislu og má með sanni segja að þar réð gamla góða klassíkin ferðinni.
Boðið var upp á roastbeef með steiktum lauk og remúlaði, hamborgarhrygg með grænmeti og ananas úr dós, steiktur kjúklingur með strá kartöflum, snittur, hamborgara, kransakökuhorn, rice krispies kransaköku svo fátt eitt sé nefnt.
Sannkölluð sælkeraveisla.
Anna Konditorí var stofnað árið 2012 en það er í eigu Önnu Björnsdóttur. Anna er menntaður konditor frá Ringsted í Danmörku, en hún starfaði meðal annars sem konditor í Danmörku í Kringlebagaren Hörsholm.
Anna Konditorí sameinaðist veitingaþjónustu Lárusar Loftssonar árið 2012, en Lárus er matreiðslumeistari að mennt og hefur rekið veitingaþjónustuna í rúmlega 30 ár við góðan orðstír.
Það var Lárus Loftsson sem sá um kjötmetið og Anna um kökurnar.
Vídeó
Myndir og vídeó: facebook / Önnu Konditorí / Veitingaþjónusta

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Konudagstilboð