Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gamla góða klassíkin er jú alltaf best – Myndir og vídeó
Nú fyrir stuttu sá veisluþjónusta Önnu Konditorí og Lárusar Loftssonar um fermingarveislu og má með sanni segja að þar réð gamla góða klassíkin ferðinni.
Boðið var upp á roastbeef með steiktum lauk og remúlaði, hamborgarhrygg með grænmeti og ananas úr dós, steiktur kjúklingur með strá kartöflum, snittur, hamborgara, kransakökuhorn, rice krispies kransaköku svo fátt eitt sé nefnt.
Sannkölluð sælkeraveisla.
Anna Konditorí var stofnað árið 2012 en það er í eigu Önnu Björnsdóttur. Anna er menntaður konditor frá Ringsted í Danmörku, en hún starfaði meðal annars sem konditor í Danmörku í Kringlebagaren Hörsholm.
Anna Konditorí sameinaðist veitingaþjónustu Lárusar Loftssonar árið 2012, en Lárus er matreiðslumeistari að mennt og hefur rekið veitingaþjónustuna í rúmlega 30 ár við góðan orðstír.
Það var Lárus Loftsson sem sá um kjötmetið og Anna um kökurnar.
Vídeó
Myndir og vídeó: facebook / Önnu Konditorí / Veitingaþjónusta
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu