Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gamla góða klassíkin er jú alltaf best – Myndir og vídeó
Nú fyrir stuttu sá veisluþjónusta Önnu Konditorí og Lárusar Loftssonar um fermingarveislu og má með sanni segja að þar réð gamla góða klassíkin ferðinni.
Boðið var upp á roastbeef með steiktum lauk og remúlaði, hamborgarhrygg með grænmeti og ananas úr dós, steiktur kjúklingur með strá kartöflum, snittur, hamborgara, kransakökuhorn, rice krispies kransaköku svo fátt eitt sé nefnt.
Sannkölluð sælkeraveisla.
Anna Konditorí var stofnað árið 2012 en það er í eigu Önnu Björnsdóttur. Anna er menntaður konditor frá Ringsted í Danmörku, en hún starfaði meðal annars sem konditor í Danmörku í Kringlebagaren Hörsholm.
Anna Konditorí sameinaðist veitingaþjónustu Lárusar Loftssonar árið 2012, en Lárus er matreiðslumeistari að mennt og hefur rekið veitingaþjónustuna í rúmlega 30 ár við góðan orðstír.
Það var Lárus Loftsson sem sá um kjötmetið og Anna um kökurnar.
Vídeó
Myndir og vídeó: facebook / Önnu Konditorí / Veitingaþjónusta
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa
















