Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Gaia er nýr veitingastaður við Ægisgarð – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Gaia veitingastaður

Nýr veitingastaður opnar í næstu viku við Ægisgarð 2 í Reykjavík. Staðurinn hefur fengið nafnið Gaia, en eigendur eru Eyþór Mar Halldórsson einnig eigandi Public House, BrewDog, Duck & Rose, Patrick Örn Hansen eigandi Public House, Erlendur Þór Gunnarsson eigandi BrewDog, Duck & Rose og Þórður Gíslason eigandi BrewDog, Duck & Rose.

Formleg opnun verður fimmtudaginn 30. september og tekur staðurinn 120 manns í sæti.

Gaia veitingastaður

Fyrstu dagana verður opið frá klukkan 17:00-24:00. Síðan í vikunni á eftir verður opnað í hádeginu og loks mun staðurinn bjóða upp á brunch um helgar.

„Þar sem húsið er við höfnina þá einblínum við mikið á fisk.  Verðum með marga smárétti ásamt sushi réttum. Allur mat og drykkjarseðillinn verður með asískum áhrifum.“

Sagði Eyþór Mar í samtali við veitingageirinn.is aðspurður sérstöðu veitingastaðarins.

Gaia veitingastaður

Eftirfarandi myndir eru sýnishorn af kokteilum sem í boði verða á Gaia:

Vídeó

Fyrir áhugasama, þá er hægt er að fylgjast með Gaia á facebook og instagram.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið