Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Gaia er nýr veitingastaður við Ægisgarð – Myndir og vídeó
Nýr veitingastaður opnar í næstu viku við Ægisgarð 2 í Reykjavík. Staðurinn hefur fengið nafnið Gaia, en eigendur eru Eyþór Mar Halldórsson einnig eigandi Public House, BrewDog, Duck & Rose, Patrick Örn Hansen eigandi Public House, Erlendur Þór Gunnarsson eigandi BrewDog, Duck & Rose og Þórður Gíslason eigandi BrewDog, Duck & Rose.
Formleg opnun verður fimmtudaginn 30. september og tekur staðurinn 120 manns í sæti.
Fyrstu dagana verður opið frá klukkan 17:00-24:00. Síðan í vikunni á eftir verður opnað í hádeginu og loks mun staðurinn bjóða upp á brunch um helgar.
„Þar sem húsið er við höfnina þá einblínum við mikið á fisk. Verðum með marga smárétti ásamt sushi réttum. Allur mat og drykkjarseðillinn verður með asískum áhrifum.“
Sagði Eyþór Mar í samtali við veitingageirinn.is aðspurður sérstöðu veitingastaðarins.
Eftirfarandi myndir eru sýnishorn af kokteilum sem í boði verða á Gaia:
Vídeó
Fyrir áhugasama, þá er hægt er að fylgjast með Gaia á facebook og instagram.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Keppni4 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Myndir frá Stóreldhússýningunni 2024