Uppskriftir
Gæsapaté
500 g soð
440 g svínafita
400 g gæsakjöt
330 g svínalifur
50 g koníak
40 g hveiti
30 g undanrennuduft
15 g kryddblanda
10 g nitritsalt
10 g matarsalt
2 g hvítur pipar
Aðferð:
Góð kryddblanda er t.d. úr majoran, oreganó, rósmarín, rósapipar, grænpipar, svörtum heilum eða muldum pipar og grófmuldum einiberjum.
Svínafitan er soðin með kjötinu í potti. Gott er að setja smá lauk og þrjú lárviðarlauf með í soðið. Kjötið er hakkað gróft og geymt þar til síðast.
Svínalifur og soðin fita hökkuð og látin í matvinnsluvél. Salti, undanrennudufti og hveiti bætt við og unnið saman.
Hrært þar til góð binding hefur náðst.
Þá er kryddblöndunni og piparnum bætt við. Soðinu er hellt hægt út í og hrært vel. Að lokum er koníaki og grófhökkuðu kjötinu bætt út í og blandað saman með sleif. Form er klætt að innan með smjördegi og bakað með farsinu í um 30 mínútur við 220°C. Kælt vel í forminu. Hlaup er útbúið úr 5 dl af vatni og 1 dl af rifsberjasaft. Einnig má nota aðra berjasaft eða púrtvín.
Níu blöð af matarlími eru brædd og vökvanum bætt í. Hellt yfir patéið og látið stífna.
Höfundur: Friðrik Þór Erlingsson, kjötiðnaðarmeistari

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni5 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði