Uppskriftir
Gæsapaté
500 g soð
440 g svínafita
400 g gæsakjöt
330 g svínalifur
50 g koníak
40 g hveiti
30 g undanrennuduft
15 g kryddblanda
10 g nitritsalt
10 g matarsalt
2 g hvítur pipar
Aðferð:
Góð kryddblanda er t.d. úr majoran, oreganó, rósmarín, rósapipar, grænpipar, svörtum heilum eða muldum pipar og grófmuldum einiberjum.
Svínafitan er soðin með kjötinu í potti. Gott er að setja smá lauk og þrjú lárviðarlauf með í soðið. Kjötið er hakkað gróft og geymt þar til síðast.
Svínalifur og soðin fita hökkuð og látin í matvinnsluvél. Salti, undanrennudufti og hveiti bætt við og unnið saman.
Hrært þar til góð binding hefur náðst.
Þá er kryddblöndunni og piparnum bætt við. Soðinu er hellt hægt út í og hrært vel. Að lokum er koníaki og grófhökkuðu kjötinu bætt út í og blandað saman með sleif. Form er klætt að innan með smjördegi og bakað með farsinu í um 30 mínútur við 220°C. Kælt vel í forminu. Hlaup er útbúið úr 5 dl af vatni og 1 dl af rifsberjasaft. Einnig má nota aðra berjasaft eða púrtvín.
Níu blöð af matarlími eru brædd og vökvanum bætt í. Hellt yfir patéið og látið stífna.
Höfundur: Friðrik Þór Erlingsson, kjötiðnaðarmeistari

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?