Uncategorized
Fyrstu yrkin verða sífellt dýrari
Vínbændur í Bordeaux virðast heldur betur ætla að maka krókinn á hinum magnaða 2005-árgangi. Nú hefur Chateau Petrus gefið upp verð á en primeur vín sem ekki hefur verið sett á flöskur og verðmiðinn er litlar 2.300 evrur eða 220.000 krónur – hver flaska!!! Vínfjárfestar eru þó ekki á einu máli um það hvort það borgi sig að kaupa vínið á þessu verði.
Petrus hlaut, líkt og flest önnur Bordeauxvín, glimrandi dóma hjá flestum víngagnrýnendum. Það hlaut þó „aðeins“ 96-100 stig hjá Robert Parker, og því ekki gefið mál að það muni hljóta 100 stig þegar það fer á flöskur eftir 2 ár.
Petrus hefur hingað til verið í dýrari kantinum, svo vægt sé til orða tekið, en aldrei fyrr hefur Bordeauxvín verið verðlagt svo hátt sem en primeur. Fyrir sömu upphæð er hægt að kaupa 1990 árganginn,1989 og 1998 (sem eigandi Petrus segir að sé sá besti í sögu Petrus) kostar „aðeins“ um 2000 evrur (rúmlega 190.000), og þar er um að ræða vín sem hlutu 100 stig og ættu þannig að geta talist örugg fjárfesting.
Hin fyrstu yrkin í Bordeaux slá svo sem ekkert af verðkröfum sínum og hafa flest hækkað um 250-350% frá árinu 2004!
Vínsíðan hyggst halda að sér höndum í þessum efnum og bíða með að fjárfesta í fyrstu yrkjunmu að svo stöddu!
Greint frá á Vinsidan.com
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta11 klukkustundir síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði