Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Fyrsti sushi-vagninn á Íslandi

Birting:

þann

Shirokuma sushi

Hulda, Lúðvík og Arnþór.
Shirokuma Sushi-vagninn er staðsettur í Mæðragarði við Lækjargötu.

Hulda Björg og Arnþór vilja breyta sushi-markaðnum með nýjum sushi-vagni.

Þetta er allavega fyrsti svona vagninn sem ég veit um hér á landi og við erum mjög spennt,

segir Hulda Björg Jónsdóttir í samtali við Fréttablaðið.  Hún opnar í dag ásamt sambýlismanni sínum, Arnþóri Stefánssyni, fyrsta sushi-vagn landsins og ber hann nafnið Shirokuma Sushi.

Þau vilja gera sushi aðgengilegra fyrir fólk og vilja breyta markaðnum.

Við höfum gengið með þessa hugmynd í einhvern tíma en í haust fórum við að spá í þessu af einhverju viti. Okkur langar að sprengja upp markaðinn með okkar frábæra verði, við viljum að fólki geti fengið sér sushi oftar en bara á hátíðisdögunum, því þetta hefur verið svo dýrt hérna,

útskýrir Hulda Björg.

Shirokuma sushi

Lúðvík, Hulda og Arnþór

Á bak við sushi-ið standa Arnþór, sambýlismaður Huldu, og Lúðvík Þór Leósson, en þeir eru þaulreyndir í sushi-gerð.  Arnþór er menntaður matreiðslumaður frá Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi, ásamt því að hafa starfað á fjölda virtra veitingastaða hérlendis eins og t.d. Vox, Turninum 19. hæð, Suzushii, Sushisamba og Sushibarnum. Lúðvík hefur starfað við sushi-gerð frá árinu 2010 á Suzushii, Sushibarnum/Sakebarnum. Þeir félagar sáu um að reka Suzushii í Kringlunni árin 2011-2015.

Shirokuma Sushi-vagninn verður opnaður í Mæðragarði við Lækjargötu í dag en þess má geta að shirokuma þýðir ísbjörn á japönsku.

Greint frá í Fréttablaðinu.

 

Myndir: af facebook síðu Shirokuma Sushi.

Heimasíða Shirokuma Sushi.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið