Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fyrsti sushi-vagninn á Íslandi
Hulda Björg og Arnþór vilja breyta sushi-markaðnum með nýjum sushi-vagni.
Þetta er allavega fyrsti svona vagninn sem ég veit um hér á landi og við erum mjög spennt,
segir Hulda Björg Jónsdóttir í samtali við Fréttablaðið. Hún opnar í dag ásamt sambýlismanni sínum, Arnþóri Stefánssyni, fyrsta sushi-vagn landsins og ber hann nafnið Shirokuma Sushi.
Þau vilja gera sushi aðgengilegra fyrir fólk og vilja breyta markaðnum.
Við höfum gengið með þessa hugmynd í einhvern tíma en í haust fórum við að spá í þessu af einhverju viti. Okkur langar að sprengja upp markaðinn með okkar frábæra verði, við viljum að fólki geti fengið sér sushi oftar en bara á hátíðisdögunum, því þetta hefur verið svo dýrt hérna,
útskýrir Hulda Björg.
Á bak við sushi-ið standa Arnþór, sambýlismaður Huldu, og Lúðvík Þór Leósson, en þeir eru þaulreyndir í sushi-gerð. Arnþór er menntaður matreiðslumaður frá Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi, ásamt því að hafa starfað á fjölda virtra veitingastaða hérlendis eins og t.d. Vox, Turninum 19. hæð, Suzushii, Sushisamba og Sushibarnum. Lúðvík hefur starfað við sushi-gerð frá árinu 2010 á Suzushii, Sushibarnum/Sakebarnum. Þeir félagar sáu um að reka Suzushii í Kringlunni árin 2011-2015.
Shirokuma Sushi-vagninn verður opnaður í Mæðragarði við Lækjargötu í dag en þess má geta að shirokuma þýðir ísbjörn á japönsku.
Greint frá í Fréttablaðinu.
Myndir: af facebook síðu Shirokuma Sushi.
Heimasíða Shirokuma Sushi.
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or7 klukkustundir síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Keppni1 dagur síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla