Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fyrsti staðurinn af mörgum opnaður í Noregi | Munu leggja áherslu á netsölu
Fyrsti Domino’s pítsustaðurinn í Noregi var opnaður um helgina en Domino’s keðjan í Noregi verður að miklu leyti í eigu sömu Íslendinga og reka Dominos´s á Íslandi. Fyrsti staðurinn er staðsettur í hverfinu Lören í miðri Osló sem áður var iðnaðarhverfi en hefur nýlega verið endurskipulagt sem íbúðahverfi.
Birgir Þór Bieltvedt, sem áður hefur opnað fjölmarga Domino’s staði í Danmörku, Þýskalandi og Íslandi, hefur látið þess getið í samtölum við norska fjölmiðla að fjárfestarnir að baki verkefninu ætli sér þrjú ár til að koma Domino’s í sterka markaðsstöðu í Noregi. Nokkrir staðir til viðbótar eru þegar á teikniborðinu en gert er ráð fyrir að þeir geti orðið allt að 50 talsins.
Við uppbyggingu keðjunnar í Noregi verður stuðst við margt það sem gefist hefur vel á Íslandi, en á Íslandi eru fleiri Domino’s staðir á hvern íbúa en nokkurs staðar annars staðar og mesta veltan á hvern viðskiptavin. Auk þess sem matseðilinn í Noregi dregur dám af þeim íslenska þá mun reynsla Domino’s á Íslandi af sölu í gegnum net og pöntunarapp einnig koma að góðum notum en lögð verður mikil áhersla á netsölu og heimsendingar í Noregi.
Magnús Hafliðason, rekstrar- og markaðsstjóri Domino’s á Íslandi hefur verið í Osló síðustu vikur og aðstoðað Norðmennina við opnun fyrsta staðarins.
Viðtökurnar hafa verið frábærar, það var löng röð út á götu í opnuninni um helgina og við finnum fyrir mjög jákvæðri stemningu í okkar garð. Við vorum með plötusnúð og Pali Grewal, heimsins fljótasta pítsubakara, að búa til pítsur og fólkið í hverfinu kom í stríðum straumi að kíkja á okkur
, segir Magnús.
Domino‘s er ein stærsta pítsukeðja í heimi með 11.000 veitingastaði á heimsvísu. Fyrirtækið er í fyrsta sæti pítsustaða sem bjóða heimsendingu í 38 löndum, þar á meðal Englandi, Indlandi, Frakklandi, Mexíkó og Ástralíu. Pantanir hjá Domino‘s fara í síauknum mæli í gegnum vefinn og fyrirtækið er í dag á meðal 5 söluhæstu fyrirtækja í heiminum í gegnum netið, ásamt m.a. Amazon og Apple.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla