Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Fyrsti staðurinn af mörgum opnaður í Noregi | Munu leggja áherslu á netsölu

Birting:

þann

Birgir ásamt Ritch Allison, yfirmanni Domino's í Evrópu

Birgir ásamt Ritch Allison, yfirmanni Domino’s í Evrópu

Michael Rask og Ritch Allison klippa á borða

Michael Rask og Ritch Allison klippa á borða

Fyrsti Domino’s pítsustaðurinn í Noregi var opnaður um helgina en Domino’s keðjan í Noregi verður að miklu leyti í eigu sömu Íslendinga og reka Dominos´s á Íslandi. Fyrsti staðurinn er staðsettur í hverfinu Lören í miðri Osló sem áður var iðnaðarhverfi en hefur nýlega verið endurskipulagt sem íbúðahverfi.

Birgir Þór Bieltvedt, sem áður hefur opnað fjölmarga Domino’s staði í Danmörku, Þýskalandi og Íslandi, hefur látið þess getið í samtölum við norska fjölmiðla að fjárfestarnir að baki verkefninu ætli sér þrjú ár til að koma Domino’s í sterka markaðsstöðu í Noregi. Nokkrir staðir til viðbótar eru þegar á teikniborðinu en gert er ráð fyrir að þeir geti orðið allt að 50 talsins.

Við uppbyggingu keðjunnar í Noregi verður stuðst við margt það sem gefist hefur vel á Íslandi, en á Íslandi eru fleiri Domino’s staðir á hvern íbúa en nokkurs staðar annars staðar og mesta veltan á hvern viðskiptavin. Auk þess sem matseðilinn í Noregi dregur dám af þeim íslenska þá mun reynsla Domino’s á Íslandi af sölu í gegnum net og pöntunarapp einnig koma að góðum notum en lögð verður mikil áhersla á netsölu og heimsendingar í Noregi.

Domino´s pizza í Noregi

Domino´s pizza í Noregi

Magnús Hafliðason, rekstrar- og markaðsstjóri Domino’s á Íslandi hefur verið í Osló síðustu vikur og aðstoðað Norðmennina við opnun fyrsta staðarins.

Viðtökurnar hafa verið frábærar, það var löng röð út á götu í opnuninni um helgina og við finnum fyrir mjög jákvæðri stemningu í okkar garð. Við vorum með plötusnúð og Pali Grewal, heimsins fljótasta pítsubakara, að búa til pítsur og fólkið í hverfinu kom í stríðum straumi að kíkja á okkur

, segir Magnús.

Örtröð við opnuna í Lören

Örtröð við opnuna í Lören

Domino‘s er ein stærsta pítsukeðja í heimi með 11.000 veitingastaði á heimsvísu. Fyrirtækið er í fyrsta sæti pítsustaða sem bjóða heimsendingu í 38 löndum, þar á meðal Englandi, Indlandi, Frakklandi, Mexíkó og Ástralíu. Pantanir hjá Domino‘s fara í síauknum mæli í gegnum vefinn og fyrirtækið er í dag á meðal 5 söluhæstu fyrirtækja í heiminum í gegnum netið, ásamt m.a. Amazon og Apple.

 

Myndir: aðsendar

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið