Markaðurinn
Fyrsta konan hjá Santa Teresa sem Master Distiller
Venesúelski rommframleiðandinn Santa Teresa, sem er eitt elsta brugghús heims með 225 ára sögu á bakinu, braut blað í sögu sinni nú á dögunum þegar það skipaði hina reynslumiklu Nancy Duarte sem yfirblandara (Master Distiller), en hún er fyrsta konan í sögu fyrirtækisins sem sinnir þeirri stöðu.
Duarte, sem er nú fimmti yfirblandari í sögu Santa Teresa, hefur þó starfað þar í yfir 30 ár í hinum ýmsu stöðum, allt frá gæðastjórnun yfir í vöruþróun. Í undirbúningi fyrir nýju stöðuna starfaði hún við hlið þriðja yfirblandara Santa Teresa, Jean-Paul Levert, og hefur hún lært margt frá honum.
„Tíminn er þinn besti liðsmaður. Romm hefur kennt mér að rækta þolinmæði, því hún er nauðsynleg til að leyfa vökvanum að þróast og þroskast og fá þá ilmi sem gerir afurðir Ron Santa Terese eins góðar og þær eru.“
segir Duarte í samtali við thedrinksbusiness.com.
Eitt helsta hlutverk Nancy Duarte sem yfirblandara verða að hafa umsjón með öllu framleiðsluferlinu, allt frá tínslu hráefna til átöppunar, til að tryggja gæði og stöðugleika rommsins.
Sjálf segir Duarte að það skemmtilegasta við starfið sé þroskunarferlið, þar sem virkilega reynir á blöndunarhæfileika hennar. Hún vill meina að Santa Teresa 1796 sé hennar besta verk, þökk sé þroskunarferlinu sem líkist Solera kerfinu sem gjarnan er notað við sérríbruggun.
„Mér líkar sérstaklega vel við Santa Teresa 1796, því það kemur þér sífellt á óvart með áhugaverðu og endingargóðu bragði, sem ber með sér keim af hnetum, súkkulaði, hunangi og leðri, sem hægt er að njóta við hvaða tilefni sem er.“
Mynd: santateresarum.com

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars