Vertu memm

Keppni

Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu

Birting:

þann

Global Chef Challenge 2025

Íslensku keppendurnir.
Jafet Bergman Viðarsson, Bjarki Snær Þorsteinsson og María Ósk Steinsdóttir

Í dag hófst undankeppni Evrópu fyrir Global Chefs Challenge sem haldin verður í kringum heimsþing matreiðslumanna sem fram fer í Wales 2026. Í þessari keppni eru þrír aðilar sem vinna sér inn rétt á að keppa í Wales, einn frá norður Evrópu, einn frá mið Evrópu og einn frá suður Evrópu.

Bjarki í þriðja sæti

Global Chef Challenge 2025

Bjarki Snær Þorsteinsson og María Ósk Steinsdóttir

Bjarki Snær Þorsteinsson, Turninn, 19. hæð og María Ósk Steinsdóttir, Lux veitingar riðu á vaðið í morgun og hófu keppni klukkan 07.45.  Þau voru fyrst til að byrja af öllum keppendum en svo byrjuðu keppendur á fimm mínútna millibili.

Alls voru 12 keppendur sem tóku þátt í Vegan keppninni en þetta var í annað skiptið sem hún var haldin.  Í flokki, norður Evrópu, vann Daninn Bjarke Jeppesen, Valerija Cudova frá Lettland í öðru sætti og Bjarki Snær Þorsteinsson íslandi í þriðja.

Jafet náði í brons

Global Chef Challenge 2025

Jafet Bergman Viðarsson

Jafet Bergman Viðarsson, Torfhús Retreat, keppti í Global Junior Chef Challenge en keppnin er fyrir ungkokka að hámarki 25 ára á keppnisdegi.

Jafet hóf leik kl. 12.55 þar sem hann hafði 15 mínútur til að stilla sér upp en eldamennska hófst kl. 13.10 og skilaði hann rétt sínum 1. klukkustund síðar.

Global Chef Challenge 2025

F.v. Trym Karlsen, Benjamin Hellström og Jafet Bergman Viðarsson

Jafet endaði í þriðja sæti, Svíinn Benjamin Hellström lenti í öðru sæti og Trym Karlsen frá Noregi sigraði og verður fulltrúi norður Evrópu í Wales á næsta ári.

Hinrik keppir á morgun mánudag

Hinrik Örn Lárusson

Hinrik Örn Lárusson

Keppnin heldur áfram á morgun mánudag og þriðjudag þar sem keppt verður í Global Pastry Chef Challenge og Global Chef Challenge, Hinrik Örn Lárusson, Lux veitingar keppir í Global Chef klukkan 08.10 Mice en Place og fyrstu skil kl. 09:45 og lokaskil klukkan 10:25.

Verðlaunaafhending fyrir Global Chef fer fram á þriðjudag kl. 16.00.

Mynd: aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið