Frétt
Fyrsta götubitakeppnin á Íslandi – Götubitahátíð á Miðbakkanum 19. – 21. júlí
Götubita hátíðin Street Food Festival verður haldin á Miðbakkanum í Reykjavík og hefst hún í dag 19. júlí og stendur yfir til 21. júlí n.k. Hátíðin mun saman standa af mismunandi söluaðilum þar sem götubiti verður seldur í gámum og matarvögnum.
Fyrsta götubitakeppnin á Íslandi
Samhliða hátíðinni verður haldin fyrsta keppnin í “Iceland Street Food Awards” þar sem fjölmargir íslenskir aðilar muna keppa upp titilinn besti “Götubitinn 2019”. Sigurvegarinn mun svo í framhaldi keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri keppni – “European Street Food Awards” sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð í lok September og kynna þar í fyrsta skiptið íslenskan götubita, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Street Food Festival.
Dómarar í keppninni eru:
- Ólafur Örn Ólafsson, framreiðslumaður
- Binni Löve, samfélagsmiðlastjarna
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, matreiðslumaður
- Shruti Biasappa, hjá Grapevine
- Björg Magnúsdóttir hjá RÚV
Dómarar munu rölta á milli staðanna, smakka og taka staðina út.
Þeir aðilar sem verða á svæðinu eru:
Vagnar
Chocolate Trailer, Fish & Chips, Lobster Hut, Gastrotruck, Fish & Chips vagninn, Tacoson, Tasty, Reykjavik Chips, Valhöll Pylsugerð, Partý Vagninn, Viking Brugghús, Gull Vagninn, Taco Vagninn
Gámar
JÖMM, Makake, Lamb Street Food, Skræður, Búrró, Brass, Pönnukökuvagninn.
BAR
Coctail, bar, brewery og fleira skemmtilegt
Opnunartími er:
Föstudagur 12-21
Laugardagur: 12-21
Sunnudagur:12-18
Ekki missa af einstökum viðburði á Miðbakkanum í sumar! Frítt inn og allir velkomnir!
Samsett mynd: aðsend
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit