Frétt
Fyrsta götubitakeppnin á Íslandi – Götubitahátíð á Miðbakkanum 19. – 21. júlí
Götubita hátíðin Street Food Festival verður haldin á Miðbakkanum í Reykjavík og hefst hún í dag 19. júlí og stendur yfir til 21. júlí n.k. Hátíðin mun saman standa af mismunandi söluaðilum þar sem götubiti verður seldur í gámum og matarvögnum.
Fyrsta götubitakeppnin á Íslandi
Samhliða hátíðinni verður haldin fyrsta keppnin í “Iceland Street Food Awards” þar sem fjölmargir íslenskir aðilar muna keppa upp titilinn besti “Götubitinn 2019”. Sigurvegarinn mun svo í framhaldi keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri keppni – “European Street Food Awards” sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð í lok September og kynna þar í fyrsta skiptið íslenskan götubita, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Street Food Festival.
Dómarar í keppninni eru:
- Ólafur Örn Ólafsson, framreiðslumaður
- Binni Löve, samfélagsmiðlastjarna
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, matreiðslumaður
- Shruti Biasappa, hjá Grapevine
- Björg Magnúsdóttir hjá RÚV
Dómarar munu rölta á milli staðanna, smakka og taka staðina út.
Þeir aðilar sem verða á svæðinu eru:
Vagnar
Chocolate Trailer, Fish & Chips, Lobster Hut, Gastrotruck, Fish & Chips vagninn, Tacoson, Tasty, Reykjavik Chips, Valhöll Pylsugerð, Partý Vagninn, Viking Brugghús, Gull Vagninn, Taco Vagninn
Gámar
JÖMM, Makake, Lamb Street Food, Skræður, Búrró, Brass, Pönnukökuvagninn.
BAR
Coctail, bar, brewery og fleira skemmtilegt
Opnunartími er:
Föstudagur 12-21
Laugardagur: 12-21
Sunnudagur:12-18
Ekki missa af einstökum viðburði á Miðbakkanum í sumar! Frítt inn og allir velkomnir!
Samsett mynd: aðsend
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?






