Freisting
Fylgifiskar opna sjávarréttabar í Leifsstöð
Guðbjörg Glóð Logadóttir og Höskuldur Ásgeirsson takast í hendur eftir undirritun samstarfssamningsins
Fylgifiskar og Flugstöð Leifs Eiríkssonar skrifuðu undir samstarfssamning í húsakynnum Fylgifiska á Suðurlandsbraut í dag. Þessi samningur felur það í sér að Fylgifiskar opna sjávarréttabar að erlendri fyrirmynd í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Á sjávarréttabarnum verður boðið upp á kaldan mat og súpur úr fersku íslensku sjávarfangi eins og Fylgifiskar er þekkt fyrir. Guðbjörg Glóð Logadóttir er einn eiganda Fylgifiska sem var stofnað árið 2002 og var hún hæstánægð þegar búið var að setja blek á pappírinn til staðfestingar á samningnum.
Þetta er spor í rétta átt fyrir okkur í Fylgifiskum. Okkur hafa í gegnum tíðina boðist ýmis tækifæri til að stækka fyrirtækið en alltaf hafnað þeim. Nú teljum við að sé rétti tíminn og vettvangurinn til að stækka fyrirtækið og sannarlega spor í rétta átt.
Guðbjörg Glóð, sem kemur frá Keflavík, segist búast við því að tvöfalda starfsmannafjöldann með sjávarréttabarnum og vonandi þá með Suðurnesjafólki. Af fjórum eigendum Fylgifiska erum við þrjú Suðurnesjafólk og við höfum alltaf verið að láta okkur dreyma um að fara með starfsemi á Suðurnesin. Það er vonandi að við náum að manna nýja staðinn með heimafólki en við áætlum að 10-12 manns komi til með að vinna á staðnum í Leifsstöð en það er gaman að sjá hvað það er mikill metnaður fyrir Flugstöðinni, sagði Guðbjörg Glóð við Víkurfréttir.
Stefnt er að því að Fylgifiskar fái sitt pláss afhent í aprílbyrjun og telur Guðbjörg að það taki um tvo mánuði að koma aðstöðunni upp en alls verður umráðasvæði þeirra um 100 fermetrar.
Það hefur aldrei áður verið seldur ferskur íslenskur fiskur í Flugstöðinni svo þetta er sannarlega framfaraspor og við lítum björtum augum til þessa samstarfs.
Vel út látið sjávarfang í söluborði Fylgifiska við Suðurlandsbraut í Reykjavík
VF-myndir/ Hilmir Heiðar
Greint frá á vf.is

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata