Viðtöl, örfréttir & frumraun
Fuut Fuut Bistro fagnar eins árs afmæli í Hvalsø
Í dag, föstudaginn 15. ágúst, heldur danski veitingastaðurinn Fuut Fuut Bistro upp á fyrsta afmælisdaginn sinn með sérstakri dagskrá fyrir gesti og vini staðarins. Afmælishátíðin fer fram milli klukkan 15 og 18 að Tølløsevej 1 í bænum Hvalsø.
Sjá einnig: Allt komið á fullt hjá Fuut Fuut – Gunnar Páll: „Tvær gamlar Hótel Sögu uppskriftir eru á matseðlinum….“
Í tilefni dagsins verður sett upp sýning á listaverkum og handverki frá kennurum Gro Akademíunnar, auk verka eftir starfsfólk staðarins sjálfs. Gestir geta notið listarinnar með glasi af víni í hönd, á meðan gestir njóta þess að vera saman í vinalegu umhverfi.
Eins og venjulega er hægt að bóka borð á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum, og í dag verður boðið upp á ljúffengan sumarmatseðil sem hefur vakið áhuga matgæðinga á svæðinu.
„Við hlökkum til að fagna deginum með öllum þeim sem hafa stutt okkur á fyrsta starfsárinu,“
segja þau hjá Fuut Fuut Bistro.
„Komið með vini, njótið matarins, vínanna og listanna og eigum saman skemmtilega stund.“
Samsett mynd: facebook / Fuut Fuut Cafe/Bistro
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?















