Viðtöl, örfréttir & frumraun
Fuut Fuut Bistro fagnar eins árs afmæli í Hvalsø
Í dag, föstudaginn 15. ágúst, heldur danski veitingastaðurinn Fuut Fuut Bistro upp á fyrsta afmælisdaginn sinn með sérstakri dagskrá fyrir gesti og vini staðarins. Afmælishátíðin fer fram milli klukkan 15 og 18 að Tølløsevej 1 í bænum Hvalsø.
Sjá einnig: Allt komið á fullt hjá Fuut Fuut – Gunnar Páll: „Tvær gamlar Hótel Sögu uppskriftir eru á matseðlinum….“
Í tilefni dagsins verður sett upp sýning á listaverkum og handverki frá kennurum Gro Akademíunnar, auk verka eftir starfsfólk staðarins sjálfs. Gestir geta notið listarinnar með glasi af víni í hönd, á meðan gestir njóta þess að vera saman í vinalegu umhverfi.
Eins og venjulega er hægt að bóka borð á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum, og í dag verður boðið upp á ljúffengan sumarmatseðil sem hefur vakið áhuga matgæðinga á svæðinu.
„Við hlökkum til að fagna deginum með öllum þeim sem hafa stutt okkur á fyrsta starfsárinu,“
segja þau hjá Fuut Fuut Bistro.
„Komið með vini, njótið matarins, vínanna og listanna og eigum saman skemmtilega stund.“
Samsett mynd: facebook / Fuut Fuut Cafe/Bistro
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya















