Kokkalandsliðið
Fulltrúar Íslenska kokkalandsliðsins á Bessastöðum
Forseti bauð til hádegisverðarmóttöku þar sem fulltrúar Íslenska kokkalandsliðsins önnuðust matreiðsluna. Móttakan var í tilefni af Norðurlandaráðsþingi 2024 og sóttu hana um 120 gestir, þar á meðal forsætisráðherrar og þingforsetar Norðurlandanna.
Eitt af markmiðum Íslenska kokkalandsliðsins er að vera leiðandi kraftur í að styrkja fagmannlega matreiðslu, auka áhuga ungmenna á matreiðslu og vera fyrirmynd í íslenskri matarhefð.
Gestum Bessastaði var boðið upp á smárétti úr íslensku úrvalshráefni í takt við árstíðina og var matseðillinn svohljóðandi:
- Reykt Klaustursbleikja á smápönnukökum með sýrðum rjóma
- Fersk hörpuskel úr Ísafjarðardjúpi, piparrótarrjómi og dill
- Steiktur Vestmannaeyjaþorskur, kartöflumús og skelfisksósa
- Lambatartar frá Glitstöðum í Borgarfirði með estragon majonesi á flatbrauði og grafinni eggjarauðu
- Hornfirskt hreindýralifrarfrauð á stökku súrdeigsbrauði, krækiberjahlaup og sultuð krækiber
- Hægelduð gæsalæri og steiktir shitake sveppir á hrökkbrauði
- Regnboga gulrætur frá Flúðum með sveppa- og beltisþaragljáa, skessujurtarkremi og stökku byggi frá Vallanesi
- Hægþurrkaðir tómatar frá Friðheimum, fennel og estragonolía
- Möndlukaka með mysukaramellu og jarðarberjum frá Reykholti
- Súkkulaðimús með hafra- og hnetumulningi
Fulltrúar landsliðsins sáu einnig um matreiðsluna í móttöku forsetahjóna á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn, til heiðurs dönsku konungshjónunum í lok ríkisheimsóknar til Danmerkur þann 9. október sl. Er þetta því í annað sinn sem núverandi forseti efnir til samstarfs við Íslenska kokkalandsliðið með þessum hætti.
Mynd: Skrifstofa forseta Íslands / Una Sighvatsdóttir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt1 dagur síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði