Kokkalandsliðið
Fulltrúar Íslenska kokkalandsliðsins á Bessastöðum
Forseti bauð til hádegisverðarmóttöku þar sem fulltrúar Íslenska kokkalandsliðsins önnuðust matreiðsluna. Móttakan var í tilefni af Norðurlandaráðsþingi 2024 og sóttu hana um 120 gestir, þar á meðal forsætisráðherrar og þingforsetar Norðurlandanna.
Eitt af markmiðum Íslenska kokkalandsliðsins er að vera leiðandi kraftur í að styrkja fagmannlega matreiðslu, auka áhuga ungmenna á matreiðslu og vera fyrirmynd í íslenskri matarhefð.
Gestum Bessastaði var boðið upp á smárétti úr íslensku úrvalshráefni í takt við árstíðina og var matseðillinn svohljóðandi:
- Reykt Klaustursbleikja á smápönnukökum með sýrðum rjóma
- Fersk hörpuskel úr Ísafjarðardjúpi, piparrótarrjómi og dill
- Steiktur Vestmannaeyjaþorskur, kartöflumús og skelfisksósa
- Lambatartar frá Glitstöðum í Borgarfirði með estragon majonesi á flatbrauði og grafinni eggjarauðu
- Hornfirskt hreindýralifrarfrauð á stökku súrdeigsbrauði, krækiberjahlaup og sultuð krækiber
- Hægelduð gæsalæri og steiktir shitake sveppir á hrökkbrauði
- Regnboga gulrætur frá Flúðum með sveppa- og beltisþaragljáa, skessujurtarkremi og stökku byggi frá Vallanesi
- Hægþurrkaðir tómatar frá Friðheimum, fennel og estragonolía
- Möndlukaka með mysukaramellu og jarðarberjum frá Reykholti
- Súkkulaðimús með hafra- og hnetumulningi
Fulltrúar landsliðsins sáu einnig um matreiðsluna í móttöku forsetahjóna á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn, til heiðurs dönsku konungshjónunum í lok ríkisheimsóknar til Danmerkur þann 9. október sl. Er þetta því í annað sinn sem núverandi forseti efnir til samstarfs við Íslenska kokkalandsliðið með þessum hætti.
Mynd: Skrifstofa forseta Íslands / Una Sighvatsdóttir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin