Kokkalandsliðið
Fulltrúar Íslenska kokkalandsliðsins á Bessastöðum
Forseti bauð til hádegisverðarmóttöku þar sem fulltrúar Íslenska kokkalandsliðsins önnuðust matreiðsluna. Móttakan var í tilefni af Norðurlandaráðsþingi 2024 og sóttu hana um 120 gestir, þar á meðal forsætisráðherrar og þingforsetar Norðurlandanna.
Eitt af markmiðum Íslenska kokkalandsliðsins er að vera leiðandi kraftur í að styrkja fagmannlega matreiðslu, auka áhuga ungmenna á matreiðslu og vera fyrirmynd í íslenskri matarhefð.
Gestum Bessastaði var boðið upp á smárétti úr íslensku úrvalshráefni í takt við árstíðina og var matseðillinn svohljóðandi:
- Reykt Klaustursbleikja á smápönnukökum með sýrðum rjóma
- Fersk hörpuskel úr Ísafjarðardjúpi, piparrótarrjómi og dill
- Steiktur Vestmannaeyjaþorskur, kartöflumús og skelfisksósa
- Lambatartar frá Glitstöðum í Borgarfirði með estragon majonesi á flatbrauði og grafinni eggjarauðu
- Hornfirskt hreindýralifrarfrauð á stökku súrdeigsbrauði, krækiberjahlaup og sultuð krækiber
- Hægelduð gæsalæri og steiktir shitake sveppir á hrökkbrauði
- Regnboga gulrætur frá Flúðum með sveppa- og beltisþaragljáa, skessujurtarkremi og stökku byggi frá Vallanesi
- Hægþurrkaðir tómatar frá Friðheimum, fennel og estragonolía
- Möndlukaka með mysukaramellu og jarðarberjum frá Reykholti
- Súkkulaðimús með hafra- og hnetumulningi
Fulltrúar landsliðsins sáu einnig um matreiðsluna í móttöku forsetahjóna á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn, til heiðurs dönsku konungshjónunum í lok ríkisheimsóknar til Danmerkur þann 9. október sl. Er þetta því í annað sinn sem núverandi forseti efnir til samstarfs við Íslenska kokkalandsliðið með þessum hætti.
Mynd: Skrifstofa forseta Íslands / Una Sighvatsdóttir

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?