Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Fullkomin síld á jólaborðið. Sænskir kokkar kenna handtökin

Birting:

þann

Fullkomin síld á jólaborðið. Sænskir kokkar kenna handtökin

Sænsku síldarkokkarnir Joakim Bengtsson og Ted Karlberg

Síldarunnendur og matgæðingar geta nú tekið þátt í lifandi og fræðandi síldarnámskeiði á Síldarkaffi á Siglufirði þar sem sænsku kokkarnir Ted Karlberg og Joakim Bengtsson kenna handbrögðin á bak við hina fullkomnu marineruðu síld. Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja kynnast þessari sígiltu matargerð frá grunni, öðlast innsýn í hefðir og bragðsamsetningar og fara heim með eigið síldarúrval í glerkrukkum.

Fullkomin síld á jólaborðið. Sænskir kokkar kenna handtökin

Þátttakendur fá að búa til þrjár mismunandi útfærslur af síld undir leiðsögn kokkanna. Á námskeiðinu er farið yfir hráefni, krydd, tækni og helstu aðferðir sem skapa góða útkomu. Allt hráefni og áhöld eru innifalin og hver þátttakandi fer heim með þrjár tegundir síldar sem hann útbýr sjálfur.

Námskeiðið verður haldið í dag 25. nóvember og 2. desember klukkan 18. Verðið er 9.900 krónur og hámark 15 manns geta tekið þátt í hvert skipti. Skráning fer fram í síma 467 1604 eða 865 2036 og einnig er hægt að senda póst á [email protected]

Myndir: facebook / Síldarkaffi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið