Frétt
Frumvarp um framlengingu lokunarstyrkja samþykkt í ríkisstjórn
Lagt er til að hámarksfjárhæð lokunarstyrkja verði hækkuð úr 260 millj. kr. í 330 millj. kr. en hækkunin er í samræmi við tímabundinn ramma Evrópusambandsins um ríkisaðstoð til stuðnings hagkerfinu vegna heimsfaraldurs Covid-19. Upphaflega gilti tímabundni ramminn til 31. desember 2020 en hann hefur verið framlengdur og gildir nú út júní 2022.
Gert er ráð fyrir að sótt verði um styrkina á vef Skattsins, þar sem nánari skilyrði verða tilgreind.
11 milljarðar í beina styrki
Frá upphafi heimsfaraldursins í mars 2020 hafa stjórnvöld veitt fjölbreyttan stuðning í úrræðum fyrir einstaklinga og rekstraraðila. Má auk lokunarstyrkja nefna viðspyrnu- og tekjufallsstyrki, útgreiðslu séreignarsparnaðar, sérstakan barnabótaauka og fleiri aðgerðir til verndar og viðspyrnu vegna heimsfaraldursins en heildarumfang COVID ráðstafana árin 2020 og 2021 nam 215 milljörðum króna.
Helstu sértæku efnahagsúrræði stjórnvalda vegna faraldursins runnu sitt skeið á nýliðnu ári en samhliða kröftugum efnahagsbata á árinu hafði aðsókn í úrræðin minnkað . Þá hafa sértæk úrræði stjórnvalda vegna faraldursins nýst fyrirtækjum í ferðaþjónustu vel, sem og fyrirtækjum í veitingarekstri. Alls hafa fyrirtæki í veitingarekstri fengið 11 ma.kr. í beina styrki frá hinu opinbera auk þess sem greinin hefur nýtt sér ríkistryggð lán fyrir ríflega 2 ma.kr. og skattfrestanir.
Fyrr í vikunni var, í ljósi hertra sóttvarnartakmarkana, mælt fyrir frumvarpi um sérstaka veitingastyrki á Alþingi og frumvarpi sem heimilar fyrirtækjum í tilteknum flokkum veitingaþjónustu, sem hafa orðið að sæta takmörkunum á opnunartíma, að fresta staðgreiðslu skatta og greiðslu tryggingagjalds.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






