Viðtöl, örfréttir & frumraun
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
Michelin-stjörnukokkurinn Victor Garvey mun endurvekja Midland Grand Dining Room á St Pancras Renaissance hótelinu í London með nýjum matseðlum sem færa ferska sýn á klassíska franska matargerð. Victor hefur gengið til samstarfs við Harry Handelsman, eiganda hótelsins, og mun veitingastaðurinn opna undir stjórn Victor þann 25. febrúar næstkomandi.
Nútímaleg nálgun á klassíska franska matargerð
Victor, sem rekur Michelin-stjörnu veitingastaðinn Sola í Soho, sagði að þeir hafi metnaðarfull áform fyrir staðinn. Hann hyggst endurskoða klassíska franska rétti með nútímalegum aðferðum og hráefnum.
Eitt dæmi er humar, hægeldaður í smjöri, borinn fram í skel með hrognum sínum og krydduðum gulrótum, ásamt heimagerðri pylsu (boudin) úr hörpuskel, humar og leturhumri með gulrótarsofrito. Meðlæti inniheldur américaine (klassísk frönsk sósa) með sítrónugrasi og osmanthus blómi til að gera hana léttari og framandi.
Victor leggur áherslu á að gera hefðbundna franska rétti léttari og nútímalegri, með því að nýta nútímatækni og þekkingu.
Tækifæri sem kemur aðeins einu sinni á ævinni
„Við skoðum uppruna þessara rétta og leitum leiða til að gera þá viðeigandi og spennandi fyrir árið 2025.“
lét Victor hafa eftir sér í tilkynningu.
Þetta verkefni er einstakt tækifæri fyrir Garvey, sem segir:
„Það er einstakur heiður að fá tækifæri til að taka að sér svona stórbrotinn borðsal – slíkt býðst kokki aðeins einu sinni eða tvisvar á ævinni.“
Einstakt úrval fyrir vínunnendur
Midland Grand Dining Room er þekkt fyrir vandað vínsafn sem inniheldur um 225 tegundir, með verðbili frá 5.950 ísl. kr. upp í 131.250 ísl. kr. Þetta fjölbreytta safn býður upp á valkosti frá ýmsum löndum, þar á meðal Frakklandi, Kanada og Armeníu, með sérstökum áherslum á frönsk vín.
Auk þess býður veitingastaðurinn upp á Chef’s Table upplifun, þar sem gestir geta notið máltíðar umkringdir úrvali af bestu vínum staðarins.
Matseðill sem sameinar hefðir og nýsköpun
- Auðvitað er Foie gras á matseðlinum sem er bönnuð víða um lönd
- Aðalréttir – A la carte matseðllinn
- Eftirréttir
- Eftirréttir
- Sérréttamatseðill
Um St Pancras Renaissance hótelið í London
Midland Grand Dining Room er hluti af sögufræga St Pancras Renaissance hótelinu í London, sem var upphaflega hannað af arkitektinum George Gilbert Scott og opnaði árið 1873. Byggingin, sem var áður kölluð Midland Grand Hotel, er eitt af glæsilegustu dæmum um stíl Viktoríu tímabilsins í Bretlandi.
Veitingasalurinn var stórfenglegur í sinni tíð og þekktur fyrir glæsileika sinn, með háar hvelfingar, skrautlega útskurði og smáatriði sem endurspegluðu ríkidæmi Viktoríutímans.
Hins vegar hætti hótelið og veitingasalurinn að vera í notkun á 20. öld sem hótel og fór að grotna niður vegna breyttra tíma og aðstæðna, þar til umfangsmikil endurreisn hófst og byggingin var opnuð á ný árið 2011 sem St Pancras Renaissance hótel.
Myndir: midlandgranddiningroom.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar
















