Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fröken Selfoss opnar í dag – Myndaveisla
Fröken Selfoss er nýr veitingastaður sem opnar í dag með pomp og prakt, en staðurinn er staðsettur í miðbæ Selfoss.
Fröken Selfoss leggur sérstaka áherslu á fjöruga stemningu, fjölbreytta smárétti, áhugaverða framsetningu og frumlega kokteila. Það má því með sanni segja að hér sé um að ræða glæsilega veitingaupplifun og kærkomna viðbót við veitingaflóru Sunnlendinga.
Staðurinn var hannaður af Leifi Welding, sem hefur hannað fjölmarga veitingastaði í Reykjavík, svo sem Apótekið, Grillmarkaðinn, Sushi Social og fleiri valinkunna staði sem flestir ættu að kannast við.
Eigendur Fröken Selfoss eru hjónin Árni Bergþór Hafdal Bjarnason og Guðný Sif Jóhannsdóttir sem hafa komið af krafti inn í veitingasenuna á Selfossi á síðustu árum og reka m.a. Samúelsson Matbar í Mjólkurbúinu og ísbúðina Groovís.
Fröken Selfoss er staðsett á neðra Brúartorgi við hlið Messans og gegnt Sviðinu. Með opnun Fröken Selfoss eru nú öll rými miðbæjarins með starfsemi og má því segja að fyrsti hluti hans sé nú fullskapaður. Það hefur verið skálað við minna tilefni.
Blásið var til opnunarfagnaðar í gær, fimmtudaginn 28. september, þar sem brot af því besta á matseðlinum á Fröken Selfossi var í boði, matur jafnt sem drykkir, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Myndir: Andreas Jacobsen / facebook: Miðbær Selfoss og aðsendar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt1 dagur síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins