Keppni
Froðuglíma á Kaffislipp – Snapchat veitingageirans verður á staðnum
Haldin verður Froðuglíma á Kaffislipp miðvikudaginn 20. september næstkomandi klukkan 20:00. Þetta er í þriðja sinn sem að þessi keppni er haldin frá því að Kaffislippur opnaði.
Froðuglímu-keppnin sem haldin var í febrúar s.l. gekk vonum framar, en alls mættu um 50 keppendur sem er metþátttaka til þessa, þannig það er ekki seinna vænna en að skrá sig sem fyrst.
Skráning á staðnum
Skráning fer fram á Kaffislipp sem lýkur þegar fyllt hefur verið í 48 sæti.
Vegleg verðlaun verða í boði fyrir fyrstu þrjú sætin. Léttar veitingar í boði.
Keppnisfyrirkomulag
- Tveir keppendur í einu, freyða og hella Latte art.
- Rosetta, hjarta, hjörtu, túlípani, svanur… alveg frjálst.
- Þrír dómarar velja betri kaffibarþjóninn sem kemst í næstu umferð og svo koll af kolli þar til einn kaffibarþjónn stendur eftir sem Froðuglímumeistari.
Snapchat veitingageirans
Snapchat veitingageirans verður á staðnum 20. sept og einnig 19. sept. þar sem sýnt verður frá undirbúningnum. Hvetjum alla að bæta veitingageirinn á snapchat.
Æfing fyrir froðuglímuna í fullum gangi:
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið