Keppni
Froðuglíma á Kaffislipp – Snapchat veitingageirans verður á staðnum
Haldin verður Froðuglíma á Kaffislipp miðvikudaginn 20. september næstkomandi klukkan 20:00. Þetta er í þriðja sinn sem að þessi keppni er haldin frá því að Kaffislippur opnaði.
Froðuglímu-keppnin sem haldin var í febrúar s.l. gekk vonum framar, en alls mættu um 50 keppendur sem er metþátttaka til þessa, þannig það er ekki seinna vænna en að skrá sig sem fyrst.
Skráning á staðnum
Skráning fer fram á Kaffislipp sem lýkur þegar fyllt hefur verið í 48 sæti.
Vegleg verðlaun verða í boði fyrir fyrstu þrjú sætin. Léttar veitingar í boði.
Keppnisfyrirkomulag
- Tveir keppendur í einu, freyða og hella Latte art.
- Rosetta, hjarta, hjörtu, túlípani, svanur… alveg frjálst.
- Þrír dómarar velja betri kaffibarþjóninn sem kemst í næstu umferð og svo koll af kolli þar til einn kaffibarþjónn stendur eftir sem Froðuglímumeistari.
Snapchat veitingageirans
Snapchat veitingageirans verður á staðnum 20. sept og einnig 19. sept. þar sem sýnt verður frá undirbúningnum. Hvetjum alla að bæta veitingageirinn á snapchat.
Æfing fyrir froðuglímuna í fullum gangi:
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Markaðurinn7 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn6 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Uppskriftir5 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Keppni3 dagar síðanSkráning hafin í fyrstu kokteilakeppni ársins






