Freisting
Friðrik V tekur til starfa í Grófargili
Tölvuteikning af veitingsataðnum FriðrikV við Kaupvangsstræti 6
Kaupvangsstræti 6 var að miklu leyti tekið í notkun í gær eftir endurbætur og mun nú hýsa veitingastaðinn Friðrik V. Húsið er breytt að innan jafnt sem utan, en ytra heldur það að stórum hluta af upprunalegu útliti sínu.
Á efri hæð hússins, sem búið er að taka í notkun, er veitingasalur, veislusalur, bar, eldhús, starfsmannaaðstaða, móttaka og salerni. Á neðri hæðinni verður sælkeraverslun og hádegisverðarstaður, en lokið verður við að innrétta þá hæð í mánaðarlok, að sögn Arnrúnar Magnúsdóttur, annars eiganda veitingastaðarins Friðriks V.
Framkvæmdir við húsið hófust í byrjun mars en í febrúar undirrituðu staðurinn og KEA samning um verkefnið og leigu hússins til 10 ára. Verkið var því fljótunnið og klárað þegar háannatími ferðamennskunnar á Akureyri er ríkjandi. Fyrstu tvo dagana eru væntanlegir á fjórða hundrað gestir á veitingastaðinn. „Aðstaðan verður betri og þjónustan enn fjölbreyttari. Kjarninn í ímynd okkar verður þó sem fyrr að byggja á hráefni úr heimahéraði. Það gerum við á veitingastaðnum og í nýju sælkeraversluninni þar sem ímynd eyfirskra matvæla verður haldið á lofti með ferskum matvörum og spennandi nýjungum. Við viljum vera veitingahús í fremstu röð, staðsett í hjarta Eyjafjarðar, og það að vera komin inn í þetta hús er gleðiefni fyrir okkur,“ segir Friðrik V. Karlsson, eigandi staðarins
Eins er hægt að lesa viðtal við Hallgrím Sigurðsson, yfirmatreiðslumann FriðrikV með því að smella hér.
Heimasíða Friðrik V: www.fridrikv.is
Greint frá í Morgunblaðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin