Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Friðjón F. Helgason matreiðslumeistari tekur við veitingarekstrinum á Jaðri

Frá afhendingu lykla að golfskála Golfklúbbs Akureyrar.
F.v. Hafdís Rán Reynisdóttir, Steindór Kr. Ragnarsson framkvæmdastjóri GA og Friðjón H. Helgason
Þau hjónin Friðjón H. Helgason og Hafdís Rán Reynisdóttir hafa tekið við rekstri á Jaðri, golfskála Golfklúbbs Akureyrar.
Friðjón er lærður matreiðslumeistari og hefur víðtæka reynslu og starfað í veitingageiranum til fjölda ára m.a. verið yfirmatreiðslumaður á veitingahúsum í Reykjavík og Kaupmannahöfn, séð um veisluþjónustu og nú síðast yfirmatreiðslumaður á Icelandair hótel Akureyri.
„Ég sé marga möguleika á að þróa og bæta veitingasöluna hér á Jaðri. Það er virkilega spennandi verkefni framundan að gera veitingaaðstöðuna enn eftirsóknarverðri fyrir kylfinga sem og alla aðra gesti. Hugmyndirnar eru margar og erum við full tilhlökkunar að taka á móti félagsmönnum GA og fá að kynnast þeim.“
Segir Friðjón í tilkynningu frá Golfklúbbi Akureyrar.
Áður hafði Jón Vídalín séð um rekstur veitingasölunnar.
Á Jaðri er boðið upp á heitan mat ásamt kaffi, kökum og smurðu brauði. Golfskálinn hentar vel til veisluhalda, hvort sem er stórafmæla, ferminga eða giftinga.
Myndir: gagolf.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya







