Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Friðjón F. Helgason matreiðslumeistari tekur við veitingarekstrinum á Jaðri
Þau hjónin Friðjón H. Helgason og Hafdís Rán Reynisdóttir hafa tekið við rekstri á Jaðri, golfskála Golfklúbbs Akureyrar.
Friðjón er lærður matreiðslumeistari og hefur víðtæka reynslu og starfað í veitingageiranum til fjölda ára m.a. verið yfirmatreiðslumaður á veitingahúsum í Reykjavík og Kaupmannahöfn, séð um veisluþjónustu og nú síðast yfirmatreiðslumaður á Icelandair hótel Akureyri.
„Ég sé marga möguleika á að þróa og bæta veitingasöluna hér á Jaðri. Það er virkilega spennandi verkefni framundan að gera veitingaaðstöðuna enn eftirsóknarverðri fyrir kylfinga sem og alla aðra gesti. Hugmyndirnar eru margar og erum við full tilhlökkunar að taka á móti félagsmönnum GA og fá að kynnast þeim.“
Segir Friðjón í tilkynningu frá Golfklúbbi Akureyrar.
Áður hafði Jón Vídalín séð um rekstur veitingasölunnar.
Á Jaðri er boðið upp á heitan mat ásamt kaffi, kökum og smurðu brauði. Golfskálinn hentar vel til veisluhalda, hvort sem er stórafmæla, ferminga eða giftinga.
Myndir: gagolf.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann