Sigurður Már Guðjónsson
Franskur bakari með sniðuga lausn fyrir reiðhjólafólk
Leystur hefur verið vandi þeirra sem hjóla í bakaríið eftir hinu hefðbundna franska brauði, baguette, að minnsta kosti á Landernausvæðinu á Jarðarenda, Finistère, á Bretaníuskaga í Frakklandi.
Þeir sem kaupa brauðsprotann annálaða hjá bakaranum Nicolas Le Darz þurfa ekki lengur að brjóta brauðið langa í tvennt til halda á því, spenna á bögglabera reið- eða mótorhjóls, eða renna því niður í bakpoka.
Le Darz hefur nefnilega tekið ómakið af mönnum með því að beygja deigið fyrir baksturinn. Með því móti er beygða bagettan mun þægilegri í meðförum fyrir hjólamenn og því auðfluttari, að því er fram kemur á mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.
Marre de devoir couper votre baguette en 2 pour la ranger dans votre sac????? Venez découvrir notre „Baguette du Motard“!!! Pas besoin de la couper. …elle est déjà plié en 2 dès la cuisson!!! ?
Posted by Boulangerie LE DARZ on 18. nóvember 2016
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður