Markaðurinn
Frábært tækifæri á Húsavík – Pizzakofinn til sölu – Rekstur og Húsnæði
Fyrirtækjasala Íslands hefur til sölumeðferðar Pizzakofann á Húsavík sem hóf starfsemi snemma sumars 2022 með eldbakaðar pizzur. Staðnum var strax mjög vel tekið af heimamönnum og ekki síður af ferðalöngum og hefur fengið hæstu einkunn í umsögnum t.d. á Tripadvisor.
Húsavík er einn af vinsælustu áningastöðum landsins og töluverð umferð um svæðið.
Húskosturinn, “kofinn”, sem hýsir starfsemina fylgir einnig með í kaupunum sem er um 48 m2 að stærð, byggður 2022, og stendur á besta stað í bænum við Garðarsbraut.
Pizzakofinn er opinn allt árið um kring og vel tækjum búinn, með aðstöðu innandyra fyrir nokkra gesti að borða og þar að auki mikið og gott útisvæði þar sem búið er að koma fyrir bekkjum sem eru vinsælir af matargestum að snæða við.
Nánari upplýsingar fást hjá Björgvin í s. 773-4500 eða senda fyrirspurn á netfangið [email protected].
Ef svo skemmtilega vill til að þið eruð stödd á Húsavík má hafa samband beint við Kristján eiganda til að skoða og er hann í s. 898-8326.
Möguleiki er að aðstoða nýja eigendur Pizzakofans að fá íbúðarhúsnæði á Húsavík, sé óskað eftir því.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt18 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?