Markaðurinn
Frábært tækifæri á Húsavík – Pizzakofinn til sölu – Rekstur og Húsnæði
Fyrirtækjasala Íslands hefur til sölumeðferðar Pizzakofann á Húsavík sem hóf starfsemi snemma sumars 2022 með eldbakaðar pizzur. Staðnum var strax mjög vel tekið af heimamönnum og ekki síður af ferðalöngum og hefur fengið hæstu einkunn í umsögnum t.d. á Tripadvisor.
Húsavík er einn af vinsælustu áningastöðum landsins og töluverð umferð um svæðið.
Húskosturinn, “kofinn”, sem hýsir starfsemina fylgir einnig með í kaupunum sem er um 48 m2 að stærð, byggður 2022, og stendur á besta stað í bænum við Garðarsbraut.
Pizzakofinn er opinn allt árið um kring og vel tækjum búinn, með aðstöðu innandyra fyrir nokkra gesti að borða og þar að auki mikið og gott útisvæði þar sem búið er að koma fyrir bekkjum sem eru vinsælir af matargestum að snæða við.
Nánari upplýsingar fást hjá Björgvin í s. 773-4500 eða senda fyrirspurn á netfangið [email protected].
Ef svo skemmtilega vill til að þið eruð stödd á Húsavík má hafa samband beint við Kristján eiganda til að skoða og er hann í s. 898-8326.
Möguleiki er að aðstoða nýja eigendur Pizzakofans að fá íbúðarhúsnæði á Húsavík, sé óskað eftir því.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt2 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar





















